fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sjáðu myndbandið af viðbrögðum Jóhanns Páls á Alþingi – „Ætli maður verði ekki að læra að hafa hemil á andlitinu á sér á þessum virðulega vettvangi?“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 17. desember 2021 14:20

mynd/althingi.is samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefti þingfundur nýkjörins Alþingis fór fram síðastliðinn miðvikudag. Fundurinn hófst á slaginu 15.00 og dagskráin var stíf enda stóð fundurinn fram undir miðnætti. Áhugamaður um störf Alþingis vakti DV á atviki í þingsal seint um kvöld þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, geiflaði sig með óborganlegum hætti eftir að hafa lokið máli sínu í funheitri umræðu um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Taldi sendandi  að mögulega væri þingmaðurinn nýji að láta í ljós óánægju sína með fundarstjórn forseta Alþingis en í stóli hans sat Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

DV bar málið undir Jóhann Pál sem hló við og vísaði því alfarið á bug. „Þarna er ég grautfúll út í sjálfan mig fyrir að hafa haldið áfram að tala þegar kynna átti næsta ræðumann upp í pontu. Þetta er heldur skringilegt, ætli maður verði ekki að læra að hafa hemil á andlitinu á sér á þessum virðulega vettvangi?,“ segir Jóhann Páll.

Hann segir af og frá að hann hafi verið að gera grín að næsta þingmanni á mælendaskrá, sem í þessu tilviki var Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn, né hafi hann verið í fýlu út í fundarstjórn forseta. Um beitta sjálfsgagnrýni hafi verið að ræða. „Það var alls ekkkert svoleiðis í gangi þarna. Þetta er svona skömmustu- eða vandræðasvipur. Mér skilst að ég setji hann stundum upp þegar mér finnst ég ekki hafa komið orðum vel að einhverju – en þarna er þetta mjög ýkt,“ segir þingmaðurinn léttur.

Hér má sjá myndband af atvikinu:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Hide picture