fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Tuttugu og tvö mál til rannsóknar gegn Herði Snapchat-perra – Kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 13:55

Tvær andlitsmyndir af Herði sem hann sendi börnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Herði Sigurjónssyni, 65 ára gömlum manni, sem grunaður er um margendurtekna kynferðislega áreitni við börn í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. Þetta kemur fram á vef RÚV. Er Hörður úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. janúar. Hörður kærði úrskurð Héraðsdóms til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn.

Í samtali við DV í sumar neitaði Hörður því að hafa brotið af sér. DV hafa borist gögn, bæði fjölmörg skjáskot og hljóðritun af símtali, sem sýna hann ávarpa börn með mjög klámfengnum hætti og í einhverjum tilvikum freista þessa að hitta þau.

Samkvæmt frétt RÚV eru 22 mál til rannsóknar gegn Herði gegn börnum á aldrinum 11 til 16 ára. Ekki liggur fyrir hvort þetta er heildarfjöldi mála gegn Herði eða hvort rannsókn einhverra mála sé lokið. Ævar Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, tjáði DV snemma í haust að rannsóknir á fimm málum gegn Herði frá því í vor væru á lokametrunum. Ekki náðist í Ævar við vinnslu þessarar fréttar og liggur því ekki fyrir hvort þessi fimm mál eru inn í tölunni 22 mál eða hvort rannsókn þeirra er lokið.

DV hefur einnig vitneskju um mál gegn Herði sem ekki hafa verið kærð til lögreglu. Gætu því tilvik um áreitni hans verið miklu fleiri en 22.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“