fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 12:42

Sérsveitarmenn á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborginni hefur nú staðfest að dularfulli hluturinn sem fannst í ruslagámi húss við Mánatún í Reykjavík í gær hafi verið sprengja.

Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að málinu.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu lögreglunnar sem send var fjölmiðlum rétt í þessu. Fram kom í fjölmiðlum í gær að grunur væri uppi um að málið tengdist sendiherrabústað bandaríska sendiráðsins sem er þarna í næsta nágrenni við ruslagáminn. Lögreglan tekur nú af öll tvímæli um það, og segir málið ekki tengjast heimili sendiherrans.

Reyndar hefur enginn sendiherra verið á Íslandi frà því síðasti sendiherra Bandaríkjanna, sem skipaður var af Dónaldi Trump, hvarf af landi brott daginn eftir að Joe Biden sór embættiseið sinn þann 20. janúar síðastliðinn.

Tilkynningu lögreglunnar má sjá hér að neðan í heilu lagi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að hluturinn sem fannst í gær í ruslagámi við Mánatún reyndist vera heimatilbúin sprengja. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og sá hún um að tryggja vettvang og eyða sprengjunni. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem bendir til þess að málið tengist sendiráði erlends ríkis. Tveir af mönnunum þremur sem handteknir voru í tengslum við málið hafa hafið afplánun vegna fyrri refsidóma en þriðja manninum hefur verið sleppt.

Rannsókn málsins miðar vel. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“