fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 12:42

Sérsveitarmenn á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborginni hefur nú staðfest að dularfulli hluturinn sem fannst í ruslagámi húss við Mánatún í Reykjavík í gær hafi verið sprengja.

Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að málinu.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu lögreglunnar sem send var fjölmiðlum rétt í þessu. Fram kom í fjölmiðlum í gær að grunur væri uppi um að málið tengdist sendiherrabústað bandaríska sendiráðsins sem er þarna í næsta nágrenni við ruslagáminn. Lögreglan tekur nú af öll tvímæli um það, og segir málið ekki tengjast heimili sendiherrans.

Reyndar hefur enginn sendiherra verið á Íslandi frà því síðasti sendiherra Bandaríkjanna, sem skipaður var af Dónaldi Trump, hvarf af landi brott daginn eftir að Joe Biden sór embættiseið sinn þann 20. janúar síðastliðinn.

Tilkynningu lögreglunnar má sjá hér að neðan í heilu lagi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að hluturinn sem fannst í gær í ruslagámi við Mánatún reyndist vera heimatilbúin sprengja. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og sá hún um að tryggja vettvang og eyða sprengjunni. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem bendir til þess að málið tengist sendiráði erlends ríkis. Tveir af mönnunum þremur sem handteknir voru í tengslum við málið hafa hafið afplánun vegna fyrri refsidóma en þriðja manninum hefur verið sleppt.

Rannsókn málsins miðar vel. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi