fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Leikskólarnir Hagaborg, Langholt og Bakkaborg opnir allt sumarið – „Þetta er engan veginn fullnægjandi“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 6. desember 2021 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samþykkt var á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur að þrír leikskólar fái það hlutverk að vera opnir á sumrin varanlega í stað þess að verkefnið flakki á milli leikskóla. Þeir leikskólar sem verða opnir á sumrin eru Hagaborg í Vesturbæ, Langholt í Laugardal og Bakkaborg í Breiðholti.

Í bókun frá fulltrúum meirihlutans í borginni sagði meðal annars um þetta nýja fyrirkomulag:

„Þannig myndast fyrirsjáanleiki og stöðugleiki, en þá er hægt að ráða starfsfólk með tilliti til þeirra væntinga, og foreldrar geta við upphaf leikskólagöngu gert ráð fyrir því við val á leikskóla hvar þessi þjónusta sé veitt. En þó það sé til skemmri tíma óheppilegt gagnvart þeim fjölskyldum sem þurfa að nýta sumaropnun en eru ekki með pláss á þeim leikskólum að annar verði fyrir valinu, þá mun það til lengri tíma búa til meira jafnræði og meiri fyrirsjáanleika.“

Skortir á jafnræði eftir borgarhlutum

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun. Þar sagði að þeim hafi frá upphafi fundist það framfaraskref að bjóða upp á sumaropnun, líkt og tíðkast í Garðabæ, en gagnrýnt er að þetta eigi aðeins við þrjá af 63 leikskólum borgarinnar.

„Reynslan hefur sýnt að foreldrar eru ólíklegir til að skrá barn í sumardvöl á öðrum leikskóla en þeim sem barnið sækir að staðaldri, enda verulegt rót fyrir ung börn að skipta um umhverfi með þessum hætti. Hér er jafnræðis ekki gætt milli fjölskyldufólks eftir hverfum og borgarhlutum. Fyrirkomulagið leiðir af sér sumaropnun fyrir suma og þyrfti að endurskoða,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Foreldrar hafa ekkert að segja um hvenær börnin fari í frí

Þá lagði áheyrnarfulltrú Flokks fólksins bókun þar sem lagt er til að tekið verði upp sama fyrirkomulag og er við lýði í Hafnarfirði þar sem leikskólar eru opnir allt árið um kring. „Þetta er engan veginn fullnægjandi,“ segir í bókuninni.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins vekur einnig athygli á því að í Reykjavík sé öllum leikskólum lokað á sama tíma. „Foreldrar hafa ekkert um það að segja hvenær barnið fer í frí. Í Hafnarfirði og í fleirum sveitarfélögum eru þessi mál til fyrirmyndar. Starfsemi leikskóla tekur mið af fjölda barna hverju sinni og getur því vissulega verið með breyttu sniði yfir sumartímann þegar flest börn eru í leyfi. Sumarstarfsfólk úr Vinnuskóla bætist við hóp starfsfólks leikskólanna yfir sumartímann. Þarna er tækifæri til að minnka manneklu og einnig hjálpa skólafólki að fá vinnu. Vel mætti skoða að fá fleiri unglinga til starfa úr vinnuskólanum og einnig þá sem eru 18 ára og eldri. Gert yrði að sjálfsögðu ráð fyrir að ungmennin undirgengjust námskeið og störfuðu undir handleiðslu,“ segir í bókuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“