fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

900 manns í fyrirtækinu sem Sigurgeir stofnaði misstu vinnuna rétt fyrir jólin – Fyrirtækið er að sameinast félagi Björgólfs

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. desember 2021 17:00

Myndin er samsett - Mynd af Björgólfi: GVA - Mynd af Sigurgeiri: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vishal Garg, forstjóri fyrirtækisins Better Mortgage, boðaði starfsfólk sitt til einhliða Zoom-fundar síðastliðinn miðvikudag. Vishal færði starfsfólki sínu engar gleðifréttir fyrir jólin heldur sagði hann um 900 þeirra upp. Myndband af uppsögninni hefur farið í mikla drefingu á alnetinu og valdið mikilli reiði, bæði meðal starfsmanna og annarra, í garð fyrirtækisins.

„Ég er ekki með svo góðar fréttir,“ sagði Vishal í upphafi símtalsins. „Ef þú ert í þessu símtali þá ertu hluti af óheppna hópnum… þið eruð ekki lengur með starf hjá þessu fyrirtæki, þetta tekur gildi nú þegar.“

Þessi ákvörðun skýtur skökku við í ljósi þess sem Vishal sagði í september á þessu ári. „Eina leiðin til að sjá til þess að starfsfólkið okkar komi vel fram við viðskiptavini okkar er að sjá til þess að við komum vel fram við starfsfólkið okkar.“

Fengu 98 milljarða frá félagi Björgólfs

Viðskiptablaðið fjallaði um málið í dag og vakti athygli á því að Better Mortgage sé að fara að sameinast sérhæfða yfirtökufélaginu Aurora Acquisition, sem leitt er af Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Sigurgeir Jónsson kom að stofnun Better Mortgage og starfar þar nú sem yfirmaður fjármálamarkaða. Sigurgeir og Björgólfur eru frændur.

Í síðustu viku var það tilkynnt að Better fái um 98 milljarða í íslenskum krónum frá yfirtökufélaginu Aurora þegar í stað. Better fékk þessa milljarða til að renna stoðum undir frekari vöxt fyrirtækisins en einnig til að styrkja efnahagsreikninginn. Þessir milljarðar dugðu þó greinilega ekki til að halda þessum hundruðum starfsfólks í vinnu yfir jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi