fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sólrún Alda lýsir afleiðingum brunans mikla í Mávahlið: „Það voru engar eldvarnir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. desember 2021 12:21

Skjáskot úr myndbandi HMS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólrún Alda Waldorf brenndist alvarlega fyrir tveimur árum þegar eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð í Reykjavík. Hún tekur þátt í árlegu eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Landssambands slökkviliðsmanna þar sem hún hvetur fólk til að sinna eldvörnum.

HMS hefur birt viðtal við Sólrúnu þar sem hún ræðir slysið.

Þá var rætt við Sólrúnu um málið í Kastljósi í gærkvöldi.

Sólrún segir frá því að hafa farið að sofa eitt kvöldið og vaknað þremur vikum seinna á sjúkrahóteli í Svíþjóð. Um nóttina hafði kviknað í út frá olíu við eldun og segir hún að það hefði verið hægt að slökkva eldinn með slökkvitæki. Engar eldvarnir voru í íbúðinni, hvorki reykskynjarar, eldvarnarteppi eða slökkvitæki. „Það voru engar eldvarnir.“

Um 30% af líkama hennar hafði brunnið, þar með talið andlitið, og fór hún í margar húðígræðslur.

Hér má horfa á myndbandið í heild sinni en þar er einnig rætt við tvo slökkviliðsmenn sem komu á vettvang um hvernig aðstæður voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“