fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Þorgrímur segir marga hafa móðgast – „Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 16:00

Skjáskot úr þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er gestur Sigmundar Ernis í þættinum Mannamál í kvöld. Í þættinum ræðir Þorgrímur um margt og mikið, meðal annars um tímabilið þegar hann tók þátt í átaki gegn reykingum.

Átakið gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Þorgrímur segir frá áreitinu sem hann fékk í kjölfar þess. „Auðvitað móðguðust mjög margir reykingamenn við þennan áróður sem auglýsingastofan átti bara heiður af ásamt okkur öllum og ég náttúrulega lenti í bölvuðu basli bara,“ segir hann og nefnir dæmi um hvernig áreitið fór fram.

Mannamál: Þorgrímur Þráinsson
play-sharp-fill

Mannamál: Þorgrímur Þráinsson

„Ég fór að skemmta mér og það var ráðist á mig og ég fékk hótunarbréf heim til mín. Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað og ég tók mig úr símaskránni.“

Á þessum tíma seldust bækur Þorgríms ekki jafn vel. „Ég meina, ég var að  móðga stóran hluta þjóðarinnar með áróðri gegn reykingum og af hverju ætti fólk að fara út í búð og kaupa bækur eftir mig. Þannig ég ákvað bara að fórna mínum rithöfundaferli tímabundið og gera gagn í samfélaginu,“ segir hann.

„Ég er bara mjög stoltur af þessu og meira að segja enn í dag þegar ég mæti einhvers staðar fólki sem er að reykja þá yfirleitt tekur það sígarettuna fyrir aftan bak, ég er ekki að grínast, eins og það komi mér eitthvað við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Hide picture