fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ævintýralegt ránsferðalag hjá manni með hreint sakavottorð endaði í fangi lögreglu

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 17:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur dæmdi í gær karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn var fundinn um að hafa í 45 skipti farið í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og stolið þaðan vörum fyrir hátt í þrjár milljónir króna. Tekið er fram að maðurinn hafi fram að því haft hreint sakavottorð. Þá játaði maðurinn sök, sem var metið honum til refsilækkunar.

Af lestri dómsins má ráða að maðurinn virðist hafa einbeitt sér að tilteknum vörum fyrst og fremst. Þannig beindist 21 ránsferð af þeim 45 sem hann var dæmdur fyrir að ÁTVR. Hafði hann þaðan á brott með sér í hvert skipti vörur fyrir 16-47 þúsund krónur. Þjófurinn virðist hafa einbeitt sér helst að sterka víninu enda Bombay Sapphire, Havana Club, Scottish Leader, Talisker, Absolut, Finlandia og Captain Morgan á meðal þess sem hvarf úr versluninni.

Þá fór maðurinn tíu ránsferðir í Hagkaup og hafði á brott með sér hljómplötur og ilmvötn. Maðurinn stal svo sex sinnum úr verslunum Lyfju, aðallega kremum og snyrtivörum og loks átta sinnum úr verslunum ELKO.

Til viðbótar við skilorðsbundinn dóm var maðurinn dæmdur til þess að greiða ÁTVR um 570 þúsund, Högum 667 þúsund, Lyfju 442 þúsund og lögmanni sínum 483 þúsund krónur í málsvarnarlaun fyrir störf verjanda síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness