fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Samherji splæsti þrjár milljónir í snjótroðara fyrir Eyfirðinga

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 17:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðasjóður Samherja, Samherjasjóðurinn, styrkti í vikunni söfnun Skógræktarfélags Eyfirðinga fyrir nýjum snjótroðara sem félagið hyggst nota í Kjarnaskógi við Akureyri.

Styrkurinn fellst í þriggja milljóna framlags í söfnun fyrir kaupunum á troðaranum auk þess sem sjóðurinn setur milljón í rekstur troðarans. Í tilkynningu á heimasíðu Samherja, segir að gert sé ráð fyrir að troðarinn verði kominn fljótlega á nýju ári.

„Samherji hefur frá upphafi veitt styrki til ýmissa samfélagsverkefna og þannig lagt sitt af mörkum til að stuðla að framförum í samfélaginu og velferð komandi kynslóða. Rík áhersla hefur verið á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfs en þó einnig á stuðning við önnur almenn verkefni, oftast heilsutengd. Kjarnaskógur er útivistarparadís okkar Eyfirðinga og Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur unnið þrekvirki með því að gera skóginn aðgengilegan almenningi allan ársins hring. Snjótroðarinn er einmitt stór liður í því að gera þessa paradís enn aðgengilegi yfir vetrartímann og þess vegna er svo ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Dagný Linda Kristjánsdóttir, stjórnarkona í Samherja í tilkynningunni.

Samherjasjóðurinn hefur áður styrkt vetraríþróttaiðkun á Eyjafjarðarsvæðinu ríkulega, en árið 2017 splæsti sjóðurinn í stólalyftu í Hlíðarfjall, að því er kom fram á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi