fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Smituð börn sótt í kennslustundir af skólastjórum – Kvartað yfir misvísandi skilaboðum frá sóttvarnaryfirvöldum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 16:45

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að skólastjórar hafi þurft að fara inn í skólastofur og sækja börn vegna staðfestra Covid smita. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Magnús Þór Jónsson skólastjóra og nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands.

Hefur Fréttablaðið eftir Magnúsi að skólastjórar sitji uppi með það að þurfa að taka stjórnvaldsákvarðanir sem foreldrar séu jafnvel ósáttir við. „Ég veit um ótal dæmi um það að for­eldrar eru ekki sam­mála mati skóla­stjóra á smitrakningu og það er auð­vitað eitt­hvað sem er ó­tækt í rauninni, varðandi sam­skipti heimilis og skóla,“ hafði Fréttablaðið eftir Magnúsi í morgun.

Magnús segir jafnframt að borið hafi á því að misvísandi skilaboð hafi komið frá sóttvarnaryfirvöldum sem hafi sett skólastjórnendur í erfiða stöðu. Nefnir hann dæmi um að einhverjum hafi verið sagt að börn mættu mæta í skólann á meðan beðið væri eftir niðurstöðu hraðprófs.

Þá hafði Fréttablaðið eftir Bjarna Má Magnússyni, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, í morgun að engar heimildir væru að finna í lögum fyrir framsali á valdi til stjórnvaldsákvarðanatöku líkt og að ofan er lýst. Viðtalið við Bjarna má sjá hér.

Sjá nánar á frettabladid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax