fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Húsaleigudrama í Kópavogi: Sendi óuppsegjanlegan leigusamning í gegnum Messenger og vildi leigu eftir að hjónin voru flutt út

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 20:00

Á þessari mynd, sem tengist fréttinni ekki beint, liggur leiðin úr og í Kópavog. Mynd: Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í máli konu sem stefndi fyrrverandi leigjenda sínum. Konan hafði leigt manninum og eiginkonu hans íbúð frá 1. maí 2015. Fjölskyldan bjó þar fram til loka september árið 2020.

Konan er búsett erlendis og var sá háttur hafður á að umboðsmaður hennar átti í samskiptum við leigjendurna. Var gerður tímabundinn leigusamningur til eins árs í senn og gilti hver samningur frá 1. maí til 1. maí næsta árs. Þannig gekk þetta frá 1. maí 2015 en síðasta leigusamninginn sendi konan eiginkonu hins stefnda í gegnum samskiptaforritið Messenger í lok febrúar árið 2020. Samningurinn fól í sér hækkun á húsaleigunni. Hann var undirritaður af leigusalanum en hjónin undirrituðu hann aldrei.

Þau greiddu hins vegar húsaleigu samkvæmt nýja samningnum en þann 1. júní árið 2020 tilkynnti eiginkonan leigusalanum í gegnum Messenger að þau hjónin væru að festa kaup á íbúð og hyggðust flytja úr úr húsnæðinu um haustið. Leigusalinn svaraði því til að hún teldi þau skuldbundin til að borga leigu út 30. apríl árið 2021 því leigusamningurinn væri tímabundinn og því óuppsegjanlegur. Hjónin töldu hins vegar að leigjan væri uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara og höguðu sínum athöfnum í samræmi við það. Fluttu þau út úr íbúðinni í lok september árið 2020.

Í byrjun desember það ár fengu hjónin bréf frá leigusalanum þar sem hún krafði þau um vangoldna húsaleigu og bætur vegna tjóns sem hefði orðið á húsnæðinu á meðan þau bjuggu þar. Hjónin höfnuðu þessum kröfum.

Konan stefndi þeim í apríl á þessu ári og krafðist tæplega 1,3 milljóna króna í skaðabætur. Sagðist hún hafa orðið að ráðast í endurbætur á húsnæðinu vegna umgengni þeirra og hefði því haft lægri leigutekjur frá þeim sem fluttu inn í íbúðina á eftir hjónunum, en ella.

Það var niðurstaða dómsins að annars vegar hefðu hjónin ekki verið á óuppsegjanlegum leigusamningi því þau hefðu aldrei undirritað nýja leigusamninginn. Þá taldi dómurinn engin gögn liggja fyrir sem sýndu að hjónin hefðu skilað íbúðinni í verra ástandinu en þau tóku við henni í. Var því öllum kröfum leigusalans hafnað og henni gert að greiða 1 milljón króna í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið