fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Logi slær met Össurar

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tímamót urðu í dag að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, varð þaulsætnasti formaður flokksins en hann hefur setið í formannsstólnum síðan 31. október 2016 eða í alls 1843 daga. Með því sló hann met Össurar Skarphéðinssonar, fyrsta formanns flokksins, sem hélt stólnum í 1842 daga á árunum 2000 – 2005.

Þetta kom fram í líflegum umræðum á Facebook-síðunni Óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar sem sannarlega ber ekki alltaf nafn með rentu.

Logi var varaformaður Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum þann 29. október 2016. Flokkurinn beið afhroð í þeim kosningum og komust aðeins Logi og tveir aðrir frambjóðendur inn á þing. Líklega hefði flokkurinn þurrkast út ef ekki hefði verið fyrir Loga sem vakti athygli í kosningabaráttuni. Í kjölfarið sagði formaður flokksins, Oddný G. Harðardóttir af sér og Logi tók við forystunni þann 31. október.

Í Alþingiskosningunum ári síðar rofaði strax til og Logi leiddi flokkinn í 12,1% fylgi. Síðan þá hefur þó ákveðnin stöðnun átt sér stað og óhætt er að fullyrða að enginn flokksmaður Samfylkingarinnar hafi verið ánægður með 9,9% fylgi í nýafstöðnum kosningum eftir heilt kjörtímabil í stjórnarandstöðu. Það er því með öllu óvíst hvort að Logi verði í formaður Samfylkingarinnar í næstu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga