fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Íþróttasamband fatlaðra og Össur endurnýjuðu farsælt samband

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttasamband fatlaðra og Össur endurnýjuðu á dögunum langt og farsælt samstarf. Nýr samningur gildir til og með Paralympics í París árið 2024. Með þessu verður Össur áfram einn helsti samstarfs- og styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra og áfram einn af þeim elstu. Fyrsti samningur milli ÍF og Össurar var einmitt undirritaður árið 1991.

Viðstaddur við gerð samningsins var einnig afreksskíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem á dögunum var valinn inn í Team Össur. Liðið er skipað mörgu af fremsta íþróttafólki fatlaðra í heiminum sem öll eiga það sameiginlegt að notast við framleiðslu Össurar í keppni og eða sínu daglega lífi. Hilmar verður þar með aðeins annar Íslendingurinn í Team Össur en fyrstur var frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson sem m.a. afrekaði það á ferli sínum að keppa á tveimur Paralympics og verða bæði heims- og Evrópumeistari.

Nú þegar margir íþróttamenn hafa verið að koma sér í gang að nýju eftir Tokyo Paralympics þá er Hilmar Snær Örvarsson í óðaönn við að undirbúa þátttöku sína í Vetrar Paralympics sem fram fara í Peking í marsmánuði. Þar mun Hilmar keppa í svigi og stórsvigi sem eru hans sterkustu greinar.

Stjórn og starfsfólk fagnar nýjum samningi með Össuri enda er það ÍF gríðarlega mikilvægur liður í starfinu að hafa öflugt fólk og fyrirtæki með í baráttunni.

 

Sjá nánar á Vef Íþróttasambands fatlaðra

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“