fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Sólveig í Silfrinu: Segir fáa hafa orðið fyrir jafn „ósvífnum atlögum“ og hún – „Auðvitað bara helber lygi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 17:00

Sólveig Anna - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hún sömu söguna og hún hefur sagt á Facebook-vegg sínum að undanförnu, að trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar hafi tekið þátt í ofsóknum gegn sér og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Bæði Sólveig og Viðar hættu í störfum sínum hjá félaginu um mánaðamótin.

Í þættinum segir Sólveig að fáir hafi orðið fyrir jafn „ósvífnum atlögum“ að persónu sinni og hún. „Ég hef verið kölluð, eins og flestir kannski vita, þjófur. Því var lengi haldið fram að ég væri að ásælast sjóði félagsins til að nota í annarlegum tilgangi, auðvitað bara helber lygi. Ég hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis,“ segir hún.

„Þetta hefur náttúrulega gert það að verkum að innan skrifstofunnar, í vissum hópi starfsfólks, ríkti svona þessi stemning, að það mætti raunverulega segja um mig hvað sem er og það mætti beita sér gegn mér með mjög grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa látið mig hafa það og umborið ýmislegt á skrifstofunni frá fyrsta degi, vanvirðandi framkomu. Ég hef verið hunsuð og persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt.“

Sólveig segir að þessi hópur hafi verið fámennur en að hann hafi farið fram með „ofsakenndum hætti“ gagnvart sér og Viðari. Stjórnendur Eflingar fengu ályktun frá trúnaðarmönnum senda í júní en Sólveig segir að í þeirri  ályktun hafi orðræðan náð hámarki. Í lok október var það orðið ljóst að þessa ályktun átti að gera opinbera og Sólveig segir að hún og Viðar hafi þá viljað ræða málin á hófstilltan hátt en það hafi ekki tekist.

Þá segir Sólveig frá því hvers vegna hún hefur varið sig harkalega fyrir því sem sagt hefur verið um hana í vikunni. „Ástæðan fyrir því að ég hef varið mig öllum þeim árásum sem á mér hafa dunið, sem hafa verið margar, er að trúverðugleiki minn sé eins mikill og hægt er. En þarna útskýrði ég fyrir fólki ef þetta færi af stað svona, þá myndi ég ekki lengur hafa hann. Og þá væri erfitt og tilgangslaust fyrir mig að vera þarna,“ segir hún.

„Ég er einfaldlega hrakin burt, ekki veittur sá vinnufriður sem ég þarf á að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi