fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Sveitarfélagið Árborg þarf að greiða Superior slf háar skaðabætur – Var neyddur að lækka húsið þegar framkvæmdir voru langt komnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Superior slf, félag sem skráð er fyrir húsbyggingu að Hraunhellu 19 á Selfossi, vann þann 3. nóvember skaðabótamál gegn sveitarfélaginu Árborg. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands.

Þegar bygging hússins var langt komin kom í ljós að bílskúrsplata byggingarinnar stóð rétt tæpa 50 cm hærra en gert hafði verið ráð fyrir samkvæmt samþykktri teikningu. Þurfti eigandinn að ráðast í mjög kostnaðarsamar aðgerðir til að lækka bygginguna.

Byggjandinn stóð frammi fyrir því að annaðhvort rífa allt niður sem búið var að  byggja og byrja aftur frá grunni eða fara þá leið að saga í sundur sökkla hússins og lyfta upp kjallara og bílskúr sem búið var að steypa og grafa undan húsinu, þá 50 cm sem það hafi staðið of hátt, og slaka svo húsinu niður aftur. Valdi hann seinni kostinn og segir að kostnaðurinn af þeirri aðgerð hafi verið tæpar 17 milljónir króna.

Ágreiningurinn fyrir dómi snerist um það hver bæri ábyrgð á þessum mistökum, en Superior slf hélt því fram að húsbyggjandinn hefði í góðri trú byggt á upplýsingum og tilmælum frá þar til bærum fulltrúum sveitarfélagsins.

Dómurinn féllst á sjónarmið Superior slf en mat kostnaðinn sem af þessu hlaust lægri. Superios slf  krafðist tæplega 17 milljóna króna í skaðabætur frá Árborg en sveitarfélagið var dæmt til að greiða 10 milljónir í skaðabætur og 4 milljónir í málskostnað.

Dómurinn rekur þessa sögu ítarlega og má lesa hann hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“