fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Netheimar loga – Skora á RÚV að svara fyrir Kveiks-þáttinn – „Getiði drullast til að þrífa upp skítinn eftir ykkur núna”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. nóvember 2021 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ofsagt að segja að þáttur Kveiks sem sýndur var á þriðjudaginn hafi sett samfélagið á hliðina. Þar var tekið viðtal við leikarann Þóri Sæmundsson sem var árið 2017 meðal annars sakaður um að hafa sent kynferðislegt myndefni á 15 ára stúlku sem og á samstarfskonu hans í Þjóðleikhúsinu en sú var á menntaskólaaldri.

Í viðtali við DV sama ár gekkst hann við því að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun og kynferðislega áreitt konur. Þórir var í kjölfarið rekinn frá Þjóðleikhúsinu.

Hann greindi Kveik frá því að hann hefði átt erfitt með að finna og halda vinnu síðan málið kom upp, en markmið Kveiks var að velta fyrir sér svonefndri útilokunarmenningu og hvaða áhrif hún getur haft á líf þeirra sem hafa verið sakaðir um ofbeldi gegn konum.

Kveikur tók fram að erfitt hafi reynst að finna viðmælendur fyrir þessa umfjöllun þar sem fólk óttaðist hakkavél samfélagsmiðla. Því var aðeins rætt við Þóri í þættinum og hefur ritstjóri Kveiks sem og RÚV fengið yfir sig harða gagnrýni í kjölfarið fyrir einhliða umfjöllun sem margir segja að hafi stórskaðað þolendur á Íslandi og ýtt undir gerendameðvirkni í samfélaginu.

Ummæli Þóris í Kveiks-viðtalinu, þar sem hann segir 15 ára börn hafa tælt hann til að senda sér myndir af getnaðarlimnum, hafa jafnframt verið harðlega gagnrýnd.

Margir þolendur, femínistar, aktívistar, femínískt stuðningsfólk og fleiri hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með þáttinn á Twitter og skora á RÚV og ritstjóra Kveiks – Þóru Arnórsdóttur- að svara fyrir umfjöllunina.

Mikill hiti hefur verið í umræðunni sem hefur reynst mörgum, sérstaklega þolendum kynferðisbrota, þungbær. Sérstaklega hafa gagnrýnendur bent á það að þó Kveikur hafi ætlað að fjalla um útilokunarmenningu þá hafi umræðan í samfélaginu fremur falist í því að ráðast að þolendum og þeim sem berjast gegn kynferðisofbeldi og nauðgunarmenningu.

Eins hafi verið illa úthugsað af hafa Þóri sem viðmælanda þar sem hann hafi til þessa enga ábyrgð tekið á sínum brotum, hann hafi til að mynda ekki beðið þolendur sína afsökunar, hann hafi í kjölfar þess að vera rekinn frá Þjóðleikhúsinu búið til gerviaðgang að Twitter þar sem hann réðst með orðum að konum og gert lítið úr brotum sínum til að mynda á stefnumótaforritinu Tinder.

Dæmi um þau skilaboð sem hefur verið beint til RÚVog Kveiks undanfarna daga eru:

  • „Getiði drullast til að þrífa upp skítinn eftir ykkur núna”
  • „Ef Kveikur fer ekki að ávarpa það að hafa skitið á sig með þessum þætti er ljóst að þau missa allan trúverðugleika sem fréttaskýringarþátur.”
  • „Hvenær ætlið þið að svara fyrir þetta?”
  • „Lengið í kveiknum og gerið þetta með sæmd”
  • „Ætlið þið að taka ábyrgð á þeirri stefnu sem þið beinduð umræðunni í”

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi