fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Gagnrýnir Metoo-byltinguna: „Nú um stundir grassera hér alls kyns hópar sem samanstanda af æstu og refsiglöðu fólki“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. nóvember 2021 10:30

Frá samstöðufundi Öfga fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í byrjun september. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú um stundir grassera hér alls kyns hópar sem samanstanda af æstu og refsiglöðu fólki, aðallega konum, sem taka sér það vald að rétta yfir karlmönnum. Það er til marks um jafnvægisleysi þessa fólks að einn hópurinn kallar sig Öfgar – hann gæti allt eins kallað sig Ofstæki,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, í leiðara blaðsins í dag, þar sem hún fer hörðum orðum um Metoo-byltinguna. Hún segir hana hafa verið þarfa en telur að eftirköst hennar hafi orðið „alvarleg og ofsafengin og kostað mannfórnir“.

Kolbrún tiltekur ekki einstök dæmi en segir að umræðan sé orðin stjórnlaus því hægt sé að benda á hvern sem er og dæma viðkomandi sekan á grundvelli orðróms, þetta valdi ærumissi og stundum atvinnumissi. Hún telur að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki lifa í slíku „sakbendingarþjóðfélagi“ enda viti flestir að stjórnlaus refsigleði eigi ekki við í siðuð þjóðfélagi.

Kolbrún spyr hvað hafi orðið um hófstillta umræðu, hvort hún eigi ekki erindi lengur. Hún gagnrýnir fjölmiðla fyrir að ala á þessari umræðu í leit sinni að fréttum með fyrirsögnum í upphrópanastíl. Hún segir að hófstillt fólk óttist að viðra skoðanir sínar í þessu andrúmslofti:

„Ekki er skrýtið þótt margir hvísli að sjálfum sér:Ég vil ekki búa í svona samfélagi. Því miður vilja ekki nógu margir segja þessi orð opinberlega af ótta við að vera úthrópaðir og fá á sig þann stimpil að styðja ofbeldismenn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“