fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Vara áfram við eitruðum kræklingi úr Hvalfirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 14:43

Kræklingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum fyrir skömmu.

Í frétt á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.

Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi föstudaginn 22. október s.l. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi væri óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist 1150 µg/kg í kræklinginum. Bæði gildin eru vel yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 160 µg/kg.

Eru neytendur enn varaðir við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er. Stofnunin mun áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að neyta kræklings úr firðinum. Yfir veturinn er sýnataka mánaðarlega, þar sem vöxtur þörunga er hægur yfir dimma vetrarmánuði og breytingar á stöðu þörungaeiturs eru hægar.

Að lokum vill Matvælastofnun vekja athygli á að því fylgir ávalt áhætta að neyta skelfisks sem safnað er við skeljatínslu og er það alltaf á eigin ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi