fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Vara áfram við eitruðum kræklingi úr Hvalfirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 14:43

Kræklingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum fyrir skömmu.

Í frétt á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.

Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi föstudaginn 22. október s.l. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi væri óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist 1150 µg/kg í kræklinginum. Bæði gildin eru vel yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 160 µg/kg.

Eru neytendur enn varaðir við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er. Stofnunin mun áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að neyta kræklings úr firðinum. Yfir veturinn er sýnataka mánaðarlega, þar sem vöxtur þörunga er hægur yfir dimma vetrarmánuði og breytingar á stöðu þörungaeiturs eru hægar.

Að lokum vill Matvælastofnun vekja athygli á að því fylgir ávalt áhætta að neyta skelfisks sem safnað er við skeljatínslu og er það alltaf á eigin ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Í gær

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi