fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Formaður Prestafélagsins telur að biðja eigi presta afsökunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, segir að þeir sem lögðu fram tillögu á Kirkjuþingi um að afnema greiðslur til presta Þjóðkirkjunnar fyrir aukaverk, skuldi  prestastéttinni afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í grein Ninnu í Morgunblaðinu í dag.

Ninna talar þar á svipuðum nótum og Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju gerði um daginn, þó að hún sé ekki alveg eins harðorð.

Sjá einnig: Harðorður Davíð Þór sakar Kirkjuþing um atvinnuróg

Meðal þeirra sem tóku til máls um þetta á Kirkjuþingi var séra Gunnlaugur Garðarsson og sagði hann að prestar gætu ekki verið í einhverju viðskiptasambandi við Guð, og Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu í Hí, sagði að frávísunartillaga um málið væri með ólíkindum: „Það er raunverulega til nýyrði í íslensku máli sem tekur á svona málflutningi – sem er séra-hagsmunagæsla,“ sagði hann.

Þessi orð urðu meðal annars til þess að Davíð sagði að Kirkjuþing hefði rægt presta. Hann rakti síðan vinnuna og gjaldið fyrir hin ýmsu prestverk, sjá hér.

Segir vegið að heilindum og siðferði presta

Í grein sinni bendir Ninna á að Kirkjuþing sé ekki viðsemjandi presta um kjör þeirra:

„Rétt­ur presta til þess að inn­heimta vegna auka­verka er kjara­samn­ings­bund­inn. Mér er til efs að nokk­ur önn­ur stétt búi við þær aðstæður að aðili sem ekki er viðsemj­andi henn­ar láti sér detta í hug að ætla sér ein­hliða að virða að engu gerða kjara­samn­inga og rýra laun stétt­ar­inn­ar.“

Ninna bendir einnig á, rétt eins og Davíð Þór, að aukaverk presta falli yfirleitt utan hefðbundins vinnutíma og séu krefjandi:

„Auka­verk­in eru þó alls eng­in af­gangs­stærð í þjón­ustu presta held­ur er hér um að ræða skírn­ir í sér­at­höfn­um, ferm­ing­ar­fræðslu, hjóna­vígsl­ur og kistu­lagn­ing­ar og út­far­ir. Stærstu stund­irn­ar í lífi fólks í gleði og sorg þar sem við prest­ar mæt­um fólki og leggj­um okk­ur fram um að veita því þá þjón­ustu sem það ósk­ar eft­ir, utan venju­legs vinnu­tíma, um helg­ar, ekki endi­lega í sókn­ar­kirkj­unni held­ur þar sem fólk vill fá okk­ur til sín. Heima­skírn­ir eru sem dæmi sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri. Með því að meina prest­um að þiggja laun fyr­ir auka­vinnu á frí­dög­um með þeim hætti sem til­lag­an sem lá fyr­ir kirkjuþingi gerði ráð fyr­ir er ein­boðið að sú fal­lega, ís­lenska hefð sem heima­skírn­ir eru myndi leggj­ast af.“

Ninna segir að þær raddir heyrist vissulega innan prestastéttarinnar að það sé óheppilegt að prestarnir innheimti sjálfir fyrir aukaprestverkefni. Heppilegt væri að því fyrirkomulagi yrði breytt og segir hún Prestafélagið tilbúið til viðræðna um breytingar á því fyrirkomulagi.

Í lok greinarinnar fer Ninna fram á afsökunarbeiðni frá flutningsmönnum tillögunnar á Kirkjuþingi:

„Umræðan á kirkjuþingi var hins veg­ar þess eðlis að þau sem þar lögðu fram þessa til­lögu og tóku til máls um hana ættu að biðja presta­stétt­ina af­sök­un­ar. Það verður að telj­ast eins­dæmi að vegið sé að einni stétt, heil­ind­um henn­ar og siðferði með slík­um hætti sem þar var gert.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna