fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Eiríkur áhyggjufullur yfir umræðunni eftir Kveiksþáttinn – „Mér finnst einhvern veginn einsog þetta geti ekki endað mjög vel“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 17:00

Eiríkur Örn Norðdahl. Myndin er tekin snemma árs 2013 er Eiríkur tók við Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrir skáldsöguna Illsku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti rithöfundur, Eiríkur Örn Norðdahl, segir að við sem samfélag fyrirgefum mjög sjaldan. Hann hefur áhyggjur af því hvernig samtal þjóðarinnar um kynferðisbrot og fyrirgefningu er að þróast.

Þess má geta að Eiríkur sendir nú frá sér skáldsöguna Einlægur Önd þar sem viðfangsefnið er einmitt útskúfun, refsing og fyrirgefningu.

Eiríkur segir í stuttum pistli í dag að okkur sé boðið upp á tvo kosti við að taka afstöðu í umræðunni: miskunnarleysi eða meðvirkni. Pistillinn er eftirfarandi:

„Við tölum talsvert um fyrirgefningu almennt og mikilvægi fyrirgefningarinnar en þegar til kastanna kemur fyrirgefum við (sem samfélag) sjaldan. Við viljum fyrirgefa, viljum vera fólk sem fyrirgefur, en fólkið sem hefur raunverulega gerst brotlegt er eiginlega aldrei nógu leitt fyrir okkur, það iðrast ekki nóg eða hefur gerst of brotlegt til að við komumst yfir það. Við afþökkum skrímslavæðingu gerenda almennt en lítum á alla raunverulega gerendur sem undantekningu – þeir séu einfaldlega skrímsli og það sé ekki okkur að kenna.

Hvað sem öllu öðru líður – kveiksþáttum, hasstaggabyltingum, einlægum opnuviðtölum blaðanna – sýnist mér ljóst að við (sem samfélag) séum að reyna að eiga í einhverju samtali sem við erum ófær um að eiga í, að óbreyttu. Það er einsog okkur sé ekki boðið upp á aðra afstöðu en miskunnarleysi eða meðvirkni. Og mér finnst einhvern veginn einsog þetta geti ekki endað mjög vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista