fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Marta María tekur upp eftirnafn eiginmannsins

Fókus
Mánudaginn 1. nóvember 2021 20:30

Marta María og Páll á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan þjóðþekkta Marta María Jónasdóttir, gjarnan kennd við Smartland, hefur tekið upp eftirnafn eiginmanns síns, Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Í þjóðskrá heitir fjölmiðlakonan nú Marta María Winkel Jónasdóttir en það vakti síðan eftirtekt þegar hún breytti nafni sínu á Facebook á dögunum. Þar heitir Smartlandsdrottningin nú einfaldlega Marta María Winkel.

Marta María og Páll fóru að stinga saman nefjum í lok árs 2015 og urðu eðli málsins samkvæmt umsvifalaust eitt af stjörnupörum landsins. Þau trúlofuðu sig síðan árið 2017.

Það hefur síðan verið skammt stórra högga á milli hjá parinu á þessu ári. Í byrjun árs settu þau heimili sitt í Fossvogi á sölu og í  febrúar fjárfestu þau í draumahúsi á Álftanesi þar sem stórfenglegt útsýni blasir við þeim dag hvern.

Um miðjan ágúst síðastliðinn gengu þau síðan í það heilaga í Bessastaðakirkju.

„Við féllum fyrir hvort öðru og á­kváðum á fyrsta deiti að verða hjón. Í dag játuðumst við hvort öðru og ætlum að stíga lífsins veg saman,“ sagði Marta María í einlægri færslu þegar hún deildi myndum frá athöfninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mamma „kokks Pútíns“ tjáir sig í fyrsta sinn

Mamma „kokks Pútíns“ tjáir sig í fyrsta sinn
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“