fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hótaði fólki með hamri – Grunur um brot á vopnalögum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 31. október 2021 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og flestar helgar var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mikið var um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og eitthvað var um ofbeldisbrot, þó ekki jafn mikið og hefur verið að undanförnu.

Ofbeldisbrotin sem lögreglan segir frá í dagbók sinni frá gærkvöldinu voru aðeins þrjú talsins. Klukkan rúmlega 22 í gær var ungur maður í annarlegu ástandi handtekinn við veitingahús í 101 Reykjavík. „Tilkynnt hafði verið um manninn að lemja dyravörð og var hann í tökum er lögregla kom á vettvang,“ segir lögreglan en maðurinn var sökum ástands vistaður í fangageymslu lögreglu.

Skömmu fyrir miðnætti var maður í annarlegu ástandi handtekinn í 105 Reykjavík en maðurinn er sagður hafa verið að hóta fólki með hamri. Sökum ástands var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.

Klukkan rúmlega 1 í nótt var svo maður í annarlegu ástandi handtekinn í fjölbýlishúsi í 200 Kópavogi. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Þá segir lögreglan frá tveimur slysum. Það fyrra átti sér stað klukkan rúmlega 19 í Mosfellsbænum. Sá sem tilkynnti slysið var úti að hlaupa og sá mann liggjandi í götunni. Maðurinn hafði dottið af reiðhjóli og var með áverka í andliti. „Maðurinn hafði verið með hjálm á höfði en mikil hálka var á vettvangi,“ segir lögreglan en maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar.

Hitt slysið átti sér stað klukkan rúmlega 3 í nótt. Þar ók ökumaður bifreiðar á steinvegg í 101 Reykjavík. Ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur og akstur án ökuréttinda, það er að hann hafði aldrei fengið ökuréttindi. Ökumaðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“