fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hættulegir hrekkjavökubúningar í umferð – „Foreldrar þurfa að nota hyggjuvitið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. október 2021 16:00

Mynd frá Getty tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Atlason, sérfræðingur á öryggissviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), bendir á að nokkuð er um að beinlínis hættulegir hrekkjavökubúningar séu í umferð hér, t.d. búningar með eldfimu efni. Segir Teitur mikilvægt að foreldrar hugi að merkingum á hrekkjavökubúningum handa börnum sínum.

„Dæmi eru um búninga sem eru eldfimir, þá eru dæmi um búninga þar sem smáhlutir geta losnað af búningunum og hrokkið ofan í unga krakka. Einnig eru dæmi um grímur úr eitruðu plasti,“ segir Teitur, en segir þó að langflestir búningar á markaðnum hér séu vottaður og með réttum merkingum. Dæmi séu þó um búninga sem þurfi að innkalla úr sölu.

„Foreldrar ættu að hafa í huga að beita gamla hyggjuvitinu, maður kaupir ekki hvaða leikfang sem er handa barninu sínu og rétt er að athuga hvort varan er öryggisvotttuð og huga að innihaldsmerkingum,“ segir Teitur og telur það ekki síst við hæfi þegar um er að ræða mjög ódýrar vörur úr plasti.

HMS hefur birt gagnlega fréttatilkynningu um málið á vefsíðu sínni með tenglum inn í tilkynningar um hrekkjavökubúninga sem hafa verið innkallaðir í Evrópu. Í tilkynningunni segir:

„Hrekkjavaka verður sífellt vinsælli á Íslandi en þá klæða börn og fullorðnir sig upp í allskonar búninga og hræða líftóruna hvert úr öðru. Þessir búningar fást víða og eru margir hverjir afar óhuggulegir.

Áður en búningur er keyptur fyrir börn ættu foreldar að hafa í huga að búningar geta verið þeim hættulegir, þeir geta verið eldfimir og innihaldið eiturefni auk þess sem á þeim geta verið smáhlutir sem geta valdið hættu á köfnun hjá litlum börnum. Sumir búningar eru með löngum böndum sem geta valdið kyrkingarhættu. Búningar sem ætlaðir eru börnum verða að vera CE merktir. Merkið gefur til kynna að varan sé örugg fyrir börn.

Nokkur fjöldi tilkynninga um hættulega búninga berast á hverju ári í gegnum evrópskt tilkynningakerfi, „Safety Gate“. Vörur sem eru hættulegar ber að innkalla á Evrópska efnahagssvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“