fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Telma Líf sefur vært á meðan mömmuhjartað titrar af þakklæti – „Munum aldrei getað þakkað nóg fyrir okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. október 2021 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ótrúlega þakklát í kvöld með Telmu Líf sofandi inni í herbergi,“ segir Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, foreldri Telmu sem var týnd í um einn og hálfan sólarhring í Alicante-héraði á Spáni í vikunni.

DV greindi fyrst frá hvarfi Telmu Lífar  á þriðjudagskvöldið en foreldrar hennar, Guðbjörg Gunnlaugsdóttir og Ingi Karl Sigríðarson, voru dugleg við að veita fjölmiðlum upplýsingar um málið og deila á samfélagsmiðlum enda gerðu þau allt sem þau gátu til að dóttir þeirra gæti fundist.

Þau Guðbjörgu og Inga grunar sterklega að Telmu, sem er fædd árið 2003 og býr á Benidorm, hafi verið byrluð ólyfjan á bar á mánudagskvöldið. Var hún lögð inn á sjúkrahús en gekk út af sjúkrahúsinu klukkan hálfsex á þriðjudagsmorguninn. Skildi hún þar eftir síma sinn og skilríki. Í tösku hennar fannst miði með símanúmerum foreldra hennar og þess vegna gat spítalinn haft samband við þau.

Guðbjörg segir í færslu sinni í kvöld:

„Þakklæti er fyrst og fremst til allra 3. lögregludeildanna á Spáni sem við Ingi Karl Sigríðarson erum búin að vera í miklum samskiptum við. Bæði þeir sem hjálpuðu henni á Benidorm og komu henni undir læknishendur og þeir sem hjálpuðu okkur og leituðu og eru nú að rannsaka málið. Munum aldrei getað þakkað nóg fyrir okkur. Þökkum öllum allan stuðning, hlýhug og kærleika. Fer full af þakklæti að sofa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“