fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Rán í Grafarvogi – Ekið á gangandi og hjólandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 05:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 22.20 í gærkvöldi var tilkynnt um rán á veitingastað í Grafarvogi. Þar opnaði maður sjóðvél og tók peninga. Starfsmaður sá til hans og otaði maðurinn þá eggvopni að honum. Hann hljóp síðan á brott. Málið er í rannsókn.

Í Garðabæ var ekið á 9 ára dreng á reiðhjóli á sjötta tímanum í gær. Drengurinn var aumur í hnjám og fór af vettvangi með móður sinni.

Á sjöunda tímanum var ekið á konu í Miðborginni. Hún hlaut áverka á hendi.

Á níunda tímanum missti ung kona stjórn á bifreið sinni í Mosfellsbæ og ók út af. Hún fann til eymsla í öxl og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbænum. Slökkvilið slökkti eldinn sem kom frá vélinni. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum í gærkvöldi. Annar var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“