fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Fréttir

Daníel ósáttur við að vera sakaður um að drepa tvö hross – „Þetta er að sjálfsögðu ömurlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. október 2021 14:31

Samsett mynd frá 24.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er að sjálfsögðu ömurlegt,“ segir Daníel Dimitri í samtali við vefmiðilinn 24 – Þínar fréttir – en Daníel segist vera gæsaskyttan sem Baldur Eiðsson, húsasmíðameistari og hrossaræktandi í Lindartúni í Landeyjum, hefur sakað um að hafa skotið tvö hross í eigu hans.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að lögregla telur að hrossin hafi látist af náttúrulegum orsökum.. Baldur dregur þá niðurstöðu í efa. Hann fann hrossin dauð á túni sínu í síðustu viku. Segir hann blóð hafa runnið úr nösum hrossanna og blóð hafi verið á brjóstkassa þeirra.

„Þessi bóndi er alltof mikið að blása upp þetta mál. Ég og hópurinn minn höfum verið að veiða gæsir þarna í fimm ár. Það kemur oft upp eitthvað svona þar sem við erum sökuð um að drepa ein eða önnur dýr, sem eru ekki gæsir en þetta voru ekki við. Ég finn til með þessum bónda, enda agalegt að missa svona hrossin sín, en rétt skal vera rétt,“ segir Daníel í samtali við 24.

Sjá nánar á 24

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir