fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Allir í yfirkjörstjórn með réttarstöðu sakbornings – Ingi vill ekkert segja – „Ég er ekkert að hugsa um þetta“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. október 2021 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vesturlandi hefur nú lokið rannsókn vegna kæru Karls Gauta Hjaltasonar á endutalningunni í Norðvesturkjördæmi og mun málið vera komið til ákærusviðs. Frá þessu greinir Vísir sem hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að allir meðlimir yfirkjörstjórnar hafi stöðu sakbornings í málinu.

Sakborningur er sá maður hefur verið borinn sökum eða er grunaður um refsiverða háttsemi. Staða sakbornings felur ekki í sér neina yfirlýsingu um sekt, það þýðir aðeins að við rannsókn sé verið að kanna hvort viðkomandi hafi gerst sekur um brot. Staðan tryggir líka viðkomandi ákveðin réttindi, svo sem rétt til upplýsinga og rétt til verjanda.

Ingi Tryggvason, formaður kjörstjórnar vildi ekkert tjá sig um málið er Vísir leitaði viðbragða hans.

„Ég ætla nú ekkert að tjá mig um þetta. Þetta mál er bara hjá lögreglu og ég gef engar upplýsingar um það, enda hef ég ekki heimildir til þess.“

Hann segir málið ekki hanga sérstaklega yfir honum. Málið sé komið úr höndum kjörstjórnar og kjörstjórn hafi ekkert um málið að segja. Aðspurður um líðan svaraði hann:

„Ég get nú ekki sagt annað en að mér líði ágætlega. Bara að sinna minni vinnu, ég er ekkert að hugsa um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum