fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. október 2021 16:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun þessa árs vakti DV athygli á því að íbúar í Laugardalnum væru orðnir langþreyttir á hávaða frá Eimskip í Sundahöfn. Hávaðinn hafði haldið vöku fyrir fjölmörgum íbúum sem kvörtuðu sáran yfir látunum. Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, kannaðist við hávaðann þegar leitað var eftir svörum frá Eimskip í febrúar en hún hélt að hávaðinn sem um ræðir væri frá biluðu skipi sem væri löngu farið og málið væri því úr sögunni.

Sjá einnig: Sjáðu myndbandið:Íbúar í Laugardal langþreyttir á hávaða frá Eimskip – „Ég er alveg að verða vitlaus á þessu“

Þrátt fyrir að íbúar hafi kvartað reglulega og látið heilbrigðiseftirlitið vita af þessu ónæði hefur lítið sem ekkert breyst, ennþá er hávaði á nóttunni og heldur hann einnig vöku fyrir íbúum í Grafarvoginum.

„Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“

Íbúi í Grafarvoginum ræddi við DV um málið en hann hafði samband við heilbrigðiseftirlitið vegna hávaðans sem hefur undanfarið haldið vöku fyrir honum og fjölskydu hans.

Ástæðan fyrir því að íbúinn hafði samband við stofnunina er sú að hann vildi koma því á framfæri að hávaðinn væri ekki bundinn við Laugardalinn eða nánasta umhverfi Sundahafnar.

Svo virðist vera sem hávaðinn herji á mismunandi svæði í Reykjavík eftir því hver vindáttin er hverju sinni. „Ég bý í Grafarvogi og við höfum ítrekað verið var við þennan hávaða sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á svefn fjölskyldunnar. Þetta er sérlega áberandi og truflandi í algjöru logni og verst þegar vestanátt ber hávaðann yfir til okkar. Það er töluvert um umræðu um þetta í Facebooköhópnum fyrir hverfið þótt það sé greinilega bundið við þær götur sem eru yst og snúa út að Sundahöfn,“ segir íbúinn í tölvupósti sem hann sendi á dögunum til heilbrigðiseftirlitsins.

„Þótt ljósavel í biluðu skipi geti skýrt einhvern hluta hávaðarins, þá er þetta ekki nýtt af nálinni og hefur verið truflandi síðustu 2 árin eða frá því að við fluttum hingað inn. Einnig heyrum við í gámum sem skella saman á nóttinni meðan unnið er allan sólarhringinn (sérstaklega í vestanátt) og spyr maður sig hvernig þessi starfsemi fær að starfa gegn lögum um röskun á næturról borgarbúa.

Þið megið því hafa þetta í huga við mælingar (þarf þá að vera við jaðar hverfisins og í vestanátt) í framtíðinni. Ég væri því til í að fá svar við því hvernig þessi háværa starfsemi um hánóttu samræmist lög um næturró.“

Krefjast þess að komið verði í veg fyrir ónæðið

Heilbrigðisfulltrúi frá heilbrigðiseftirlitinu svaraði tölvupósti Kára og tók fram að heilbrigðiseftirlitið hafi fengið fleiri ábendingar um að ónæðið berist í Grafarvoginn. „Það er hafinn undirbúningur að því að hægt verði að landtengja skip en það er býsna mikil framkvæmd og verður ekki alveg á næstunni,“ segir heilbrigðisfulltrúinn og bætir við að búið sé að krefjast þess að rekstraraðilar í Sundahöfn komi í veg fyrir ónæði á nóttunni.

„Það virðist sem það sé eitt skip sem er sérstaklega slæmt hvað varðar ónæði frá ljósavél. Það er krafa á rekstraraðila í Sundahöfn að komið verði í veg fyrir ónæði að nóttu til. Starfsemi þar á að virða þau mörk sem koma fram í reglugerð um hávaða eins og önnur starfsemi.“

„Við viljum alls ekki vera að trufla“

Eins og áður segir þá ræddi DV við Eddu hjá Eimskip í febrúar. Þá sagði hún að markmið Eimskips væri að sjálfsögðu ekki að trufla nágranna sína. „Við viljum alls ekki vera að trufla eða vera með einhvern óþarfa hávaða við okkar nágranna. Við viljum bara náttúrulega bara lifa í sátt og samlyndi við alla í kringum okkur og við leggjum okkur mikið fram við það.“

Ljóst er að enn skortir á að þetta markmið hafi verið uppfyllt af hálfu Eimskips.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar
Fréttir
Í gær

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“
Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“

Hödd mætir Herði í dómsal – „Ég trúi því að sannleikurinn sigri að lokum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“