fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Fimmta nauðgunarmál Jóhannesar verður opið

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. október 2021 10:36

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í síðustu viku úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að þinghald í nauðgunarmáli héraðssaksóknara gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni verði opið. Var það brotaþoli í málinu sem krafðist þess að víkja skuli frá þeirri reglu að kynferðisbrotamál séu háð fyrir luktum dyrum.

Í gær staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms.

Þá greindi DV einnig frá því fyrir helgi að dómarinn í málinu er enginn annar en Ingi Tryggvason, fyrrum formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, en öll spjót beindust að honum í kjölfar talningahneykslis í kjördæminu í kjölfar kosninganna fyrir rúmum hálfum mánuði síðan.

Í byrjun þessa árs var Jóhannes dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fjórar nauðganir en fórnarlömb Jóhannesar voru öll viðskiptavinir hans á meðferðarstofunni Postura. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar og er nú til meðferðar þar. Þannig mun Jóhannes Tryggvi þurfa að svara fyrir brot sín, dæmd og meint, á tveimur dómstigum í einu.

Málin eru öll keimlík, en í máli fimmta fórnarlambsins, sem nú er rekið fyrir héraðsdómi er Jóhannesi gefið að sök að hafa misnotað það traust sem hún bar til hans starfa sinna vegna, en einnig nauðgun með því að hafa káfað á kynfærum konunnar, rassi og brjósti og sett fingur í leggöngum henni að óvörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“