fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Hættuástand á bráðamóttökunni – „Það virðist enginn ætla að bera ábyrgð, það er ekki brugðist við“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 10:03

Hjúkrunarfræðingar standa í kjarabaráttu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala segja ástandið á bráðamóttökunni hættulegar og að enginn virðist ætla að bera ábyrð á því.

Sjúklingum sé stofnað í hættu og líkur á mistökum séu meiri meðal starfsmanna sem eru yfirkeyrðir á álagi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu hjúkrunarfræðinga Bráðamóttökunnar.

„Dag eftir dag fer fjöldi sjúklinga yfir 80 talsins í rými sem ætlað er 36 veikum og slösuðum. Dag eftir dag bíða allt að 30 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir spítalans og þegar verst lætur bíða á deildinni milli 40 og 50 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir,“ segir í tilkynningu.

Þar segir einnig að stjórnendur spítalans hafi vitað af stöðunni mánuðum, jafnvel árum saman.

„Það ríkir sinnuleysi gagnvart Bráðamóttökunni. Það virðist enginn ætla að bera ábyrgð, það er ekki brugðist við.“

Fréttatilkynningin í heild sinni:

Bráðamóttaka Landspítala

Skýrslur, greinagerðir, ábendingar og minnisblöð um alvarleika þeirrar stöðu sem daglega ríkir á Bráðamóttökunni, hafa endurtekið verið send og birt bæði stjórnendum Landspítala, Embætti Landlæknis og heilbrigðisráðherra.

Það hefur ekki leitt til neinna breytinga og sjúklingum er boðið uppá að liggja á bekkjum á göngum deildarinnar, í öllum skúmaskotum og jafnvel í herbergi ætluðu starfsfólki til að matast í og inn á herbergi ætluðu aðstandendum.

Daglega kemur upp sú staða að sjúkrabílar bíða með sjúklinga á börum þar sem ekki er til pláss og daglega fyllist biðstofa Bráðamóttökunnar af veiku og slösuðu fólki sem bíður allt upp í 6 klst eftir því að komast inn í skoðun, greiningu og meðferð.

Dag eftir dag fer fjöldi sjúklinga yfir 80 talsins í rými sem ætlað er 36 veikum og slösuðum. Dag eftir dag bíða allt að 30 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir spítalans og þegar verst lætur bíða á deildinni milli 40 og 50 sjúklingar eftir innlögn á legudeildir.

Mánuðum, jafnvel árum saman hefur stjórnendum spítalans og heilbrigðisyfirvöldum verið full ljóst að hættuástand skapast á deildinni við þessar aðstæður.

Hættuástand vegna þess að öryggi sjúklinga er ekki tryggt, vegna þess að líkur á mistökum stóraukast og vegna þess að hjúkrunarfræðingar, jafnt og annað starfsfólk er yfirkeyrt á vöktum sínum vikum og mánuðum saman.

Við þessar starfsaðstæður óttast starfsfólk að gera mistök sem geta haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar og þurfa að lifa með því.

Það ríkir sinnuleysi gagnvart Bráðamóttökunni. Það virðist enginn ætla að bera ábyrgð, það er ekki brugðist við.

Í ljósi þess að fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að vera upplýsandi og rýna í málefni er teljast til grunnstoða samfélagsins er þessi tilkynning send út sem neyðarkall eftir því að brugðist verði við og gripið til aðgerða er leysa þennan alvarlega vanda

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði