fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Stórhættulegur háskaleikur við eldgosið náðist á myndband – „Þetta er enginn á okkar vegum“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. október 2021 15:38

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórhættulegt athæfi einstaklings við eldgosið í Geldingadölum náðist á myndband. Í myndbandinu, sem tekið er af þyrluþjónustu Helo, má sjá manneskju standa efst uppi á gíg eldgossins, rétt hjá glóandi hrauninu. 

Myndbandið virðist vera tekið upp í flygildi, þyrlu eða dróna. Manneskjan sést ganga ofan á toppi gígsins og ljóst er að ekki má mikið út af bregða svo þarna verði stórslys. Ekki er vitað hver manneskjan er.

Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið og reyndi að kanna hvort manneskjan væri á vegum björgunarsveitar, lögreglu eða Veðurstofunnar. „Þetta er ekki björgunarsveitarmaður,“ segir Steinar Þór Kristinsson hjá Björgunarsveitinni.

„Nei, þetta er enginn á okkar vegum. Ég myndi vita það,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.

„Nei, það var enginn á vegum Veðurstofunnar í Geldingadölum í dag,“ sagði svo fulltrúi Veðurstofunnar.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“