fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Maðurinn sem sakaður er um kynþáttaníð gegn Lenyu Rún segist hafa orðið fyrir hrekk – „Ég sendi þetta ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. október 2021 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem virtist hafa sent skilaboð sem sýndu viðurstyggilegt kynþáttaníð og mannhatur á frambjóðanda Pírata, Lenyu Rún Taha Karim, segist saklaus, og vera þolandi ósmekklegs hrekks.

Sjá einnig: Frambjóðandi Pírata fékk yfir sig gróft kynþáttahatur í einkaskilaboðum

Lenya Rún Taha Karim, sem komst inn á þing fyrir Pírata en missti þingsæti sitt við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, eftir nýafstaðnar alþingiskosningar, birti í gærkvöld á Twitter gífurlega hatursfull einkaskilaboð sem hún fékk frá manni einum, eftirfarandi:

DV reyndi að ná sambandi við umræddan mann í morgun og sendi honum skilaboð, en nafn hans finnst ekki í símaskrá. Maðurinn svaraði skilaboðunum í eftirmiðdaginn og segist hann ekki hafa sent þessi hatursskilaboð á Lenyu heldur sé um að ræða hrekk í hans garð frá öðrum manni.

„Ég sendi þetta ekki,“ segir maðurinn í svari sínu til DV. Sýndi hann síðan DV skjáskot af skilaboðum sem hann sendi til Lenyu í dag þar sem hann skýrir út að hann sé ekki maðurinn sem sendi henni umræddan hroða. Ákveðinn maður hafi sent honum skjáskot af þessu efni og sá hafi greinilega sent þetta í hans nafni. Í skilaboðum til Lenyu segir hann: „Það var ekki ég heldur einhver sem ætlaði að vera „fyndinn“ á minn kostnað og skrifar þetta rusl og sendir á þig.“

Hann segir ennfremur: „Ég að sjálfsögðu eyddi þessu öllu sem var sent til þín á undan, ég er að óska þér góðs gengis og vona að þú komist á þing. Ömurlegt hvernig fólk getur verið.“

Í svari sínu til DV segir maðurinn ennfremur: „Þetta er sannleikurinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir