fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í stóra persneska mottumálinu – Teppasalinn býður samkeppninni birginn – „Við munum aldrei sætta okkur við fjárkúgun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 7. október 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing um krísu-útrýmingarsölu á handofnum persneskum teppum vakti mikla athygli um helgina hún birtist í Morgunblaðinu.

Þar auglýsti teppasalann Cromwell Rugs ehf. sölu teppa með gífurlega miklum afslætti auk þess sem í blaðinu mátti finna ítarlegt viðtal við manninn á bak við útrýmingarsöluna, Alan Talib – en hann sagði teppaiðnaðinn vera að hruni kominn vegna viðskiptahafta á Íran og því sé hann kominn hingað til lands til að selja teppin verulega ódýrt.

Í kjölfarið hófst mikil umræða um lögmæti slíkrar sölu. Forstjóri Neytendastofu gagnrýndi söluna, formaður Neytendasamtakanna líka. Bentu þau bæði á að til að mega auglýsa afslátt af vöru þurfi að vera hægt að sýna fram á hvað hún raunverulega kostaði fyrir afsláttinn – eitthvað sem ekki hafi verið gertí þessu tilviki.

Eins heyrðist gagnrýni frá öðru verslunum sem selja teppi á Íslandi til dæmis Húsgagnahöllinni.

Sjá einnig: Útsala á persneskum teppum vekur gagnrýni – „Auðvitað lætur fólk glepjast af svona risagylliboðum“

Nú hefur teppasalan svarað fyrir sig í nýrri auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í dag.  Þar segir teppasalan gagnrýnina mega rekja til samkeppnisaðila.

„Síðan við opnuðum hafa keppinautar okkar áreitt og ráðist að okkur vegna þess að við bjóðum upp á lágt verð. Þau staðhæfa að við séum að eyðileggja markaðinn,“ stendur í tveggja síðna auglýsingu teppasölunnar í Mogganum í dag.

Teppasalan heldur áfram að tekur fram að hún muni ekki láta þagga niður í sér með þessum hætti heldur þvert á móti nýta þetta sem tækifæri til að bjóða enn betur og lækka verðin á mottunum meira.

„Við hjá Cromwell Rugs trúum því að opinn markaður sé góður fyrir samkeppni, viðskiptavinir fá betra úrval og lægra verð. Þar með verður íslenski markaðurinn fjölbreyttari og enn betri. 

Við trúum á rétt neytandans til að velja vetri vöru. Við trúum á samkeppni en ekki einokun og sérstaklega ekki einokunarvernd. 

Við munum aldrei sætta okkur við fjárkúgun eða skemmdarverk frá keppinautum okkar. Við bjóðum þeim birginn og lækkum okkar lága verð enn frekar“ 

Við lofum því að allir okkar viðskiptavinir verði ánægðir,“ 

Í auglýsingunni kemur fram að lág verð megi rekja til erfiðrar stöðu í Íran.

COVID-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildstöðu, viðskiptavini og sjóðsstreymi. 

Við erum í meiri vandræðum en nokkru sinni áður!“ 

Jafnframt er tekið fram að teppasalan trúir á ánægða viðskiptavinir frekar en óánægða samkeppnisaðila

„Við trúum á ánægða viðskiptavini en ekki óánægju samkeppnisaðila. Gerið verðsamanburð.“

Samkvæmt auglýsingum fylgir verðmatsvottorð með hverju teppi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár