fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Bíræfið snjósleðarán var upplýst með samtakamætti á Facebook

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. október 2021 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. september tilkynntu eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland um rán á tveimur snjósleðum í eigu fyrirtækisins. Átti ránið sér stað í Skútuvogi þá um nóttina.

Tilkynningu um málið var deilt í hinum öfluga Facebook-hópi „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ sem Bjartmar Leósson stýrir. Tilkynningar um málið fóru í mikla deilingu á Facebook.

Þann 4. október var birt mynd af hvítum sendibíl en grunur lék á því að eigandi bílsins væri viðriðinn ránið. Eigandi Mountaineers of Iceland benti á að ránið væri mikið högg fyrir lítið fjölskyldufyrirtæki sem er að reyna að koma undir sig fótunum eftir Covid-faraldurinn og tjónið væri ótryggt með öllu.

Umræddur sendibíll var notaður í vélsleðaráninu og eftir mikla deilingar fannst bíllinn, þann 5. október, og var eigandi hans tekinn í yfirheyrslu hjá lögreglu. Í gær, þann 6. október, var endanlega upplýst um að snjósleðarnir væru fundnir og eru þeir nú komnir í hendur eigenda sinna, sem eru FB-hópnum var þakklátir.

Bjartmar Leósson sendi eftirfarandi tilkynningu á sitt fólk:

„Nokkur orð um snjósleðana og sendibílinn: Það eina sem ég gerði var að biðja ykkur um að deila mynd af bíl. Það endaði í 1900 deilingum. Það eru því þið sem eruð snillingarnir í þessu dæmi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár