fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Morðingi kærði Mannlíf fyrir að rifja upp brot hans

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. október 2021 14:10

Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannlíf birti þann 1.júní síðastliðinn grein með fyrirsögninni: „Þór myrti Braga í Vesturbænum – Vopnaður kjötexi, slaghamri og sveðju“.

Greinin var upprifjun á morðmáli frá árinu 2002 þar sem strætisvagnabílstjórinn Bragi Óskarsson var myrtur með ógnvænlegum hætti. Rannsókn lögreglu leiddi svo í ljós að ungur maður bæri ábyrgð á verknaðinum, en sá glímdi við fíkn og var í mikilli óreglu.

Morðingi Braga var dæmdur í 16 ára fangelsi. Hann hefur í dag afplánað sinn dóm, komið reglu á líf sitt og ekki komist aftur í köst við lögin. Hann kvartaði til Siðanefndar blaðamanna vegna umfjöllunar Mannlífs, en hann taldi ekkert tilefni fyrir fjölmiðil að rifja upp morðið og væri umfjöllunin meiðandi bæði fyrir hann sjálfan sem og fjölskyldu hans.

Mannlíf vísaði því á bug að greinin hefði brotið gegn siðareglum blaðamanna. Kæran til Siðanefndar byggi á því að ekki hafi mátt fjalla um málið en ekki á því að um efnislegar rangfærslur hafi verið að finna í greininni og hafnar Mannlíf því að hendur blaðamanna séu bundnar með þeim hætti.

Siðanefnd rakti að grein Mannlífs var liður í sagnfræðilegum greinaflokki sem nefnist Baksýnisspegillinn. Það væri ekki Siðanefndar að ákvarða hvort slíkt efni ætti erindi við almenning eða ekki, það væri mat blaðamannsins. Í kæru hafi ekki verið tiltekið hvaða einstök atriði greinarinnar hafi verið sett fram með ótilhlýðilegum hætti og brotið gegn siðareglum og því yrði að sýkna Mannlíf af kærunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár