fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá N1 dreginn fyrir dóm

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. október 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið gefin út á hendur fertugum manni fyrir eignaspjöll, umferðalagabrot og ítrekuð auðgunarbrot. Aðallega virðist maðurinn hafa stolið bensíni frá N1 með því að komast yfir reikningsupplýsingar fyrirtækja. Ákæran var birt í Lögbirtingablaðinu fyrr í dag.

Á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári er maðurinn sakaður um að hafa komist yfir bensínkort sjö fyrirtækja (Merking ehf, Emmessís ehf, Plast, miðar og tæki ehf, GR verk ehf,  Orkufjarskipti hf, Olíuverslun Íslands hf og Gæðabaksturs ehf) og dælt eldsneyti fyrir 999.949 krónur. Athygli vekur að maðurinn stal eingöngu eldsneyti frá bensínstöðvum N1, aðallega í útibúinu við Stórahjalla í Kópavogi.

Sjá einnig: Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá Olís

Þá var maðurinn ítrekað tekinn undir stýri undir áhrifum vímuefna á tímabilinu auk þess að hafa, um miðjan febrúar, við húsnæði Mjólkursamsölunnar í Reykjavík brotið rúður í fjórum bifreiðum  sem voru að áætluðu verðmæti 238.656 kr.

Þann 17. janúar er  maðurinn svo sakaður um að hafa stolið þvottefni fyrir 898 krónur úr Nettó í Mjódd en hafa á sama tíma stolið greiðslukorti rúmlega sjötugrar konu. Maðurinn fór svo á eyðslufyllerí með kortinu og tók út rúmlega 16 þúsund krónur á skömmum tíma í nærliggjandi verslunum og veitingahúsum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“