fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Stjörnunuddarinn Jóhannes Tryggvi dæmdur – Fimm ára fangelsi fyrir nauðganir

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 13:16

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem kallaður hefur verið Stjörnunuddarinn, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Jóhannes var í fyrra ákærður af Héraðssaksóknara fyrir nauðganir. Var ákæran í fjórum liðum og brotaþolarnir jafn margir.

Nauðganirnar áttu sér allar stað á nuddbekk Jóhannesar, en hann rak meðferðarfyrirtækið Postura og sagðist sérhæfa sig í meðferð við ýmsum stoðkerfakvillum. Meðferðin fór meðal annars fram í gegnum leggöng og endaþarm kvennanna.

Á fimmta tug kvenna gáfu sig árið 2017 og 2018 fram við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmann. Rúmlega 20 konur kærðu en að endingu var aðeins ákært í málum fjögurra kvenna.

Þinghaldið í málinu var lokað og því hvorki blaðamönnum né öðrum leyft að fylgjast með rekstri málsins í dómsal, en samkvæmt heimildum DV gekk mikið á í málinu. Meðal annars var tekist á um hæfi Sigrúnar, réttargæslumanns kvennanna. Sakaði Steinbergur Finnbogason, lögmaður Jóhannesar, hana um að „safna í lið“ gegn skjólstæðingi sínum. Að endingu úrskurðaði dómarinn að hún skyldi taka sæti á vitnalista ákærða og að það gerði hana vanhæfa í málinu. Eiginmaður Sigrúnar tók þá við réttargæslu í málinu og aftur voru gerðar athugasemdir við það. Þessir úrskurðir, og fleiri enduðu allir fyrir Landsrétti.

Enn var svo tekist á um vitnaleiðslur með fjarfundabúnaði, en samkvæmt heimildum DV býr eitt vitni í málinu erlendis og átti erfitt með að snúa heim til þess að bera vitni vegna Covid-19 ferðatakmarkana. Bráðabirgðalög sem Alþingi setti til þess að heimila vitnisburð með fjarfundabúnaði runnu út á tímabilinu og urðu bæði efni laganna og gildistími þeirra tilefni til deilna milli ákæruvaldsins og lögmanns Jóhannesar.

Steinbergur sagði í kjölfar dómsuppsögu að málinu hefði þegar verið áfrýjað. Hann hefði ekki haft tækifæri til þess að kynna sér dóminn og forsendur hans og gæti því ekki tjáð sig frekar um hann efnislega, en niðurstaðan hefði komið sér mjög á óvart.

Sigrún Jóhannsdóttir sagðist sátt við niðurstöðu dómsins og að hún væri sigur ekki aðeins fyrir þær konur hvers mál fór fyrir dóm, heldur líka fyrir allar hinar sem kærðu. „Ég hef ekki haft tækifæri til þess að kynna mér forsendur dómsins eða lesa hann, en ég er mjög sátt, já,“ svaraði Sigrún aðspurð hvort hún væri sátt með dóminn.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Sagði Dagmar eftir dómsuppkvaðninguna að hún hefði ekki haft tækifæri til þess að kynna sér dóminn, en að hann væri býsna nálægt kröfum ákæruvaldsins.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir sótti málið fyrir hönd Héraðssaksóknara.
Steinbergur Finnbogason lögmaður Jóhannesar hefur þegar áfrýjað dómnum fyrir hönd skjólstæðings síns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“