fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Hlaup hafið í Jökulsá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. september 2021 16:45

Kverkfjöll, Vatnajökull, Jökulsá á Fjöllum, Mynd: Vilhelm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Upptökin eru undan Hofsjökli norðanverðum. Ekki er reiknað með hættu af hlaupinu.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan Hofsjökli norðanverðum. Vestari-Jökulsá rennur saman við Austari-Jökulsá um 8 kílómetra sunnan við mynni Norðurárdals (á móts við Silfrastaði) og mynda þær saman Héraðsvötn. Þjóðvegur 1 milli Varmahlíðar og Akureyrar liggur með Héraðsvötnum á kafla.

Ekki er reiknað með hættu af hlaupinu en líklegt er að vaxi nokkuð í Héraðsvötnum og að þau litist af aurburði. Einhver brennisteinslykt getur fylgt hlaupinu og rétt að fólk dvelji ekki við ána á meðan á hlaupinu stendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði