fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

„Þetta gengur EKKI“: Jón Viðar sakar höfunda Þjóðleikhússins um ritstuld – „Þetta heitir að skreyta sig með stolnum fjöðrum“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 7. september 2021 17:30

Myndin er samsett - Mynd af Jóni: EOL - Mynd úr Rómeó og Júlíu: Þjóðleikhúsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, einn helsti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar til fjölda ára, mætti á frumsýningu leiksýningarinnar Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu um helgina. Jón Viðar birti Facebook-færslu um þessa leikhúsferð sína en hann sakar höfunda sýningarinnar um að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

Í opinni Facebook-færslu sem Jón Viðar birti á Facebook-síðu sinni ræðir hann um sýninguna. „Nú um helgina var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu sýning á texta sem leikhúsið kynnir sem „leikgerð“ Þorleifs Arnar Arnarssonar á Rómeó og Júlíu Shakesperes. Sýningin hefur svo sem ekki mikið að gera með verk skáldsins, án þess ég ætli að ræða það frekar að sinni; set kannski hér inn nokkra punkta þar að lútandi þegar betur stendur á,“ segir Jón Viðar og ræðir svo um texta sýningarinnar.

„Höfundar umrædds texta eru Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Magnús Arnarson sem er bróðir Þorleifs Arnars. Og kem ég þar að því sem er erindið með þessari færslu; að benda á að tveimur stöðum í sýningunni er fléttað inn þremur af þríhendunum úr Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr ÁN þess að hans sé nokkurs staðar getið, hvorki á sviðinu, í leikskrá né á heimasíðu leikhússins (þar er hins vegar vendilega getið höfunda tveggja sönglaga sem flutt eru í sýningunni).“

Jón Viðar segir þetta ekki vera í lagi og bendir á að enn er höfundarréttur og einnig sæmdarréttur á textum Steins Steinarr. „Þetta gengur EKKI, gott leikhúsfólk. Á textum Steins (sem dó 1958) er enn höfundarréttur og að sjálfsögðu einnig sæmdarréttur sem tekur við eftir að höfundarréttur fellur úr gildi, sjötíu árum eftir lát höfundar. Þetta heitir að skreyta sig með stolnum fjöðrum, og er ekki samboðið neinu leikhúsi, hvað þá þjóðleikhúsi,“ segir Jón í færslunni.

Að lokum skorar hann á stjórn Þjóðleikhússins að laga þetta. „Ég skora á stjórn leikhússins að kippa þessu hið snarasta í liðinn; annað hvort að taka textana úr sýningunni (sem væri sjálfsagt einfaldast) eða koma því skýrt á framfæri hvaða verk eftir hvaða höfund þarna er farið með.“

DV hafði samband við Þjóðleikhúsið við vinnslu fréttarinnar en var tjáð að það virkaði ekki að áframsenda símtöl innanhúss. Blaðamanni var þá sagt að hafa samband við Jón Þ. Kristjánsson, forstöðumann samskipta, markaðsmála og upplifunar hjá Þjóðleikhúsinu, vegna málsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki