fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

„Þetta er ógeðslegt og ekkert annað“ – Krakkarúv sakað um að sýna rasískt barnaefni – „Það er von mín að þetta verði tekið af dagskrá strax“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 18:35

Samsett mynd: Húsnæði RÚV og skjáskot úr þáttunum Loðmundi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefur Krakkarúv verið gagnrýnt fyrir að sýna barnaefni sem þykir rasískt. Um er að ræða belgíska sjónvarpsþætti sem bera nafnið Loðmundur, en heita Le Poilu á frummálinu. Aðalpersóna þáttana er lítil svört fígúra sem sumum finnst minna á gamaldags rasískar teikningar, sem höfðu það að markmiði að gera grín að og gera lítið úr svörtu fólki.

Á meðal þeirra sem gagnrýna að RÚV skuli sýna þessa þætti er kvikmyndagerðarmaðurinn Snorri Sturluson, sem skrifar opið bréf um málið á Facebook. Þar segir hann að Loðmundur minni á gamlar rasískar teiknimyndir. Hann vill að efnið verði tekið af dagskrá og það strax. Bréf Snorra er eftirfarandi:

„Kæra RÚV

Ég rak augun í þáttinn Loðmundur á RÚV í gær kl. 18:04 (6. september 2021) og mér féllust hendur og hreinlega gapti yfir því að RÚV skuli sýna barnaefni sem er beint aftan úr grárri forneskju Litla svarta Sambó og 10 lítilla negrastráka.

Það er forkastanlegt að RÚV allra landsmanna skuli bjóða börnum upp á efni sem er byggt á rasískum steríótýpum sem þessum og þar með stuðla að uppeldi sem elur á kynþáttafordómum.

Það er von mín að þetta verði tekið af dagskrá strax.“

Hugmynda- og textasmiðurinn Lydia Holt gagnrýnir þættina einnig á Facebook-síðu sinni. Hún rifjar upp rasíska sögu Belgíu í færslu sinni og spyr hvers vegna Loðmundur skuli vera sýndur í ríkissjónvarpinu á Íslandi.

Miklar umræður sköpuðust við færslu Lydiu. Þar virðast flestir taka undir orð hennar og segjast sumir hafa ákveðið að senda kvörtun á RÚV. „Ég var að horfa á þáttinn og ég er algjörlega hneyksluð! Þetta er ógeðslegt, og ekkert annað. Ég sendi tölvupóst á Krakkarúv og dagskrárstjóra RÚV,“ sagði einn netverji og annar segir: „Ég sendi líka skilaboð. Þetta er út í hött og ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað hið snarasta.“

RÚV svarar

DV hafði samband við Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV, sem sendi blaðamanni viðbrögð vegna málsins. Þar segir hann að allar ábendingar sem þessar séu skoðaðar af alvöru og festu og að málið fari í faglegan og formlegan farveg. Hann bendir á að þættirnir um Loðmund séu byggðir á vinsælum frönskum barnabókum sem hafi verið þýddar á fjöldamörg tungumál, þar á meðal íslensku.

Þá tekur hann fram að kvartanirnar sem nú séu að berast séu þær fyrstu sem þættirnir hafa hlotið, en þeir hafa verið á dagskrá í meira en ár. Yfirlýsing Skarphéðins er eftirfarandi:

„Við tökum öllum svona ábendingum ætíð af fullri alvöru og festu og færum í formlegan, faglegan farveg. Þar munum við rýna umrætt efni vel með það fyrir augum að meta og taka ígrundaða ákvörðun um hvort tilefni sé til og réttlætanlegt að taka tillit til áskorunarinnar og gera þar með viðeigandi breytingar á dagskrá. Þættirnir eru byggðir á vinsælum frönskum barnabókum sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál þar á meðal íslensku og hafa þar á ofan hlotið sérstök meðmæli franska menntamálaráðuneytisins vegna hins ríka uppeldis- og kennslugildis sem í þeim er talið finnast.

Við höfum sýnt Loðmund í meira en ár og mun þetta vera í fyrsta sinn sem gerðar eru athugasemdir við innihald og nálgun. Í þessum raddlausu þáttum er tekið á mismunandi aðstæðum og vandamálum; einelti, mengun, áreitni, einmanaleika, hræðslu, trausti, vináttu o.s.frv. Loðmundur er óhræddur við að kynnast öðrum og sér alltaf það jákvæða í öllu og leysir áskoranir með það að leiðarljósi. Hafandi sagt það þá ber að ítreka að við munum rýna vel og vandlega hvort tilefni sé til að bregðast við – og það þá hratt og örugglega. Það er í samræmi við þá ábyrgu dagskrárstefnu sem við rekum og viljum standa fyrir. Einkum þegar kemur að efni ætlað börnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki