fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Risastórar mölflugur vekja undrun og hrifningu Íslendinga – Sveima eins og kólibrífuglar

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 2. september 2021 12:03

Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð hefur verið um að fólk hafi séð kóngasvarma að undanförnu en um er að ræða eitt stærsta skordýr sem berst hingað til lands. Kóngasvarmi er stundum kallaður kóngafiðrildi en er í raun mölfluga. Heimkynni hans er á heitum svæðum og hitabeltislöndum, og getur hann flogið á allt að 55 kílómetra hraða.

Einn slíkur kom fjölskyldu í Kópavogi á óvart í gærmorgun þar sem hann birtist á útidyrahurðinni og annar er fastagestur í sumarbústað í Kjósinni.

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á Íslandi,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Henni var nokkuð brugðið en börnunum hennar fannst þetta mjög spennandi.

„Ég vissi fyrst ekkert hvað þetta var og hóaði í nágranna okkar, sagði að við hefðum fundið skrýtið dýr sem við hefðum aldrei séð áður. Hann virtist frekar máttfarinn, flaug ekkert heldur labbaði bara um,“ segir hún.

Aðsendar myndir

 

Þau tóku kóngsvarmann síðan með á leikskólann Furugrund til að sýna hinum krökkunum. „Enginn hafði séð svona, hvorki starfsfólk né nemendur. Það merkilega var að fullorðna fólkinu varð bylt við en krakkarnir drógust strax að dýrinu,“ segir Sigurbjörg Erla.

Starfsfólk leikskólans hafði síðan samband við Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem fólk vildi endilega fá kóngsvarmann til sín þar sem hann var sprelllifandi.

Eins og kólibrífugl

Annar kóngasvarmi er orðinn fastagestur hjá Hirti Pálssyni sem á bústað í Kjósinni. Sá kemur í rökkrinu og gæðir sér á blómasafa. Hann sveimar þá kyrr í loftinu eins og kólibrífugl á meðan hann sveigir sogranann ofan í blómið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“