fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Guðlaug var jarðsett í gær frá Akureyrarkirkju – Tengdamóðir hennar þakkar fyrir stuðninginn

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 1. september 2021 22:30

Guðlaug Ragna Magnúsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Ragna Magnúsdóttir var bráðkvödd á heimili sínu á Akureyri aðfaranótt þann 17. ágúst síðastliðinn. Guðlaug var 32 ára gömul þegar hún lést og lætur hún eftir sig sambýlismann og 2 börn, 8 og 14 ára. Guðlaug var jarðsett í gær frá Akureyrarkirkju.

Skömmu eftir andlát Guðlaugar var ákveðið að hefja söfnun fyrir barnsföður Guðlaugar og börn hennar svo þau fjárhagsáhyggjur bætist ekki við erfiða tíma.

„Það er nóg að glíma við sorgina og missinn svo ekki bætist við fjárhagsáhyggjur fyrir litlu fjölskylduna. Við höfum því ákveðið að hefja söfnun fyrir barnsföður og börn hennar til að reyna að létta undir fyrir þau. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Alma Axfjörð, tengdamóðir Guðlaugar, í samtali við DV þegar söfnunin var að fara af stað.

Alma Axfjörð hafði samband við DV í dag og vildi koma á framfæri innilegu þakklæti, velvilja og umhyggju sem fjölskyldunni hefur verið sýnd vegna fráfalls Guðlaugar. „Mig langar að þakka öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum, sem hafa lagt söfnunni lið,“ segir Alma og bendir á að söfnunin er enn opin.

„Skarðið er stórt og höggið mikið. Erfiðir tímar eru framundan fyrir alla ástvini Guðlaugar,“ sagði Alma í samtali við DV þegar fyrst var greint frá andláti hennar og söfnuninni. Þá lýsti Alma tengdadóttur sinni sem fallegri manneskju, að innan sem utan. „Hún elskaði börnin sín meir en allt og var listræn og bar heimilið merki þess.“

Hér fyrir neðan má sjá bankaupplýsingarnar fyrir söfnunina:

Söfnunarreikningurinn er á nafni barnsföður Guðlaugar.

Reikningsnúmer: 0370-22-016829

Kennitala: 310188-2559

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“