fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Jón hæstaréttarlögmaður segir RÚV vera í krossferð gegn KSÍ – „Er þetta eðlilegt? Kom KSÍ þetta yfirleitt við í fyrsta lagi?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 18:10

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, birti í dag færslu á Facebook sem vakti töluverða athygli og mikla umræðu í athugasemdunum. Um er að ræða færslu þar sem Jón furðar sig á atburðarrásinni í tengslum við meint ofbeldi landsliðsmanna og viðbrögðum KSÍ vegna málanna. Hringbraut vakti athygli á umræðunni.

„Landsliðsmaður í fótbolta brýtur af sér fyrir 5 árum. Sættir nást með málsaðilum um lok málsins, en 5 árum síðar fer RÚV í krossferð gegn KSÍ og formaðurinn er látinn segja af sér. En samt heldur krossferðin áfram. Af hverju? Er þetta eðlilegt? Kom KSÍ þetta yfirleitt við í fyrsta lagi?“ skrifar Jón í færslunni.

Einhverjir taka undir með skrifum Jóns í athugasemdunum en þó nokkrir útskýra málið nánar fyrir honum. „Þessi unga kona var á engan hátt að gera frekari kröfur á leikmanninn og hún hefur tekið það skýrt fram. Hún kom fram vegna þess að formaðurinn sem var vel inni í sáttinni sem var gerð í málinu, hafnaði því (laug) að ekkert slíkt mál hefði komið upp. Ef Guðni hefði sagt satt og rétt frá, þá hefði þetta aldrei orðið að því máli sem það varð og konan hefði ekki stigið fram,“ segir til að mynda maður nokkur í athugasemd.

Kona nokkur tekur í sama streng og maðurinn. „Guðni laug um það að engar kynferðisbrotakærur varðandi landsliðsmenn hefðu komið á hans borð. Stúlkan einfaldlega leiðrétti það, kæra hafði komið inn á þeirra borð. Val Guðna að ljúga, hann sýpur seiðið af því. Maður sem fer opinberlega með ósannindi er ekki lengur trúverðugur,“ segir hún.

Hannes Hólmsteinn Gissurarsson, prófessor í stjórnmálafræði, tjáir sig einnig í athugasemdunum. „Mér finnst þetta mál með ólíkindum. Hvað kemur næst?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum