fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Edda Falak sendir stjórn KSÍ skýr skilaboð – „Hvað gengur ykkur til? Fokkist í burtu!“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 19:32

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur verið mikið fjallað um viðbrögð stjórnar KSÍ við meintu ofbeldi íslenskra landsliðsmanna. Guðni Bergsson hætti í gær sem formaður KSÍ eftir maraþonfundi sem stjórnin hélt í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram og lýsti ofbeldi sem hún segir að landsliðsmaður hafi beitt hana árið 2017.

Ástæðan fyrir því að Þórhildur steig fram er sú að Guðni hafði komið fram í Kastljósi daginn áður og lýst því þar að engin formleg kvörtun um ofbeldi hafi komið á borð sambandsins. Ljóst er að um lygi var að ræða af hálfu Guðna þar sem stjórninni hafði verið tilkynnt um umrætt ofbeldi.

Stjórn KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu eftir að Guðni hætti sem formaður. Þar sagði stjórnin að KSÍ standi með þolendum ofbeldis. Greint var frá því í dag að Tómas Þóroddsson, veitingamaður og meðlimur í stjórn KSÍ, hafi fengið Ingólf Þórarinsson, sem oftast er þekktur sem Ingó Veðurguð, til að spila í fimmtugsafmæli sínu á dögunum en Tómas hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir það þar sem Ingó hefur undanfarið verið sakaður um kynferðisofbeldi.

„Fokkist í burtu!“

Edda Falak, þjálfari, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjórnandi, er allt annað en sátt með Tómas og viðbrögð KSÍ í þessu máli. „Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. En fékk Ingó veðurguð til þess að spila í afmælinu sínu fyrir 10 dögum,“ segir Edda í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í dag..

Þá sendir hún stjórninni skýr skilaboð en hún vill að allir meðlimir stjórnarinnar hætti. „Þið eruð svo mörg þarna í KSÍ sem segið bara eitthvað og gerið bara eitthvað, drullisti úr stjórn!“ segir hún.

„Ég get ekki ímyndað mér allt ógeðið, lygarnar, þöggunina, siðleysið og viðbjóðin sem hefur gengið á innan KSÍ og meðal leikmanna. Allir þessir þolendur sem hafa gengið í gegnum helvíti, vonleysi, sjálfsvígshugsanir, skömm og kvíða. Hvað gengur ykkur til? Fokkist í burtu!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“