fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Manndráp til rannsóknar – Hjúkrunarfræðingur í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í mánuðinum. Talið að er að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Önnur kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna málsins:

„Rannsókn málsins miðar vel en þann 25. ágúst var kona á sextugsaldri úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Uppfært:

Samkvæmt frétt á Vísir.is er konan sem er í gæsluvarðhaldi vegna málsins hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans. Er hjúkrunarfræðingurinn, kona á sextugsaldri, grunuð um að hafa reynt að þvinga mat ofan í konuna með þeim afleiðingum að hún lést.

Uppfært: 

Í tilkynningu á vefsíðu Landspítalans segir að Landspítalinn hafi tilkynnt um atvikið til lögreglu og landlæknis:

„Landspítali hefur tilkynnt lögreglu og landlækni um óvænt andlát sjúklings á spítalanum, í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu (nr. 41/2007) og lög um dánarvottorð, krufningar ofl. (nr. 61/1998). Málið er til rannsóknar og munu hvorki starfsmenn né stjórnendur tjá sig um það, né staðfesta upplýsingar, á meðan það er til meðferðar hjá þar til bærum yfirvöldum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Í gær

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir
Fréttir
Í gær

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“