fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Læknir gagnrýnir rafskútuæðið – „1000 Íslendingar faraldri að bráð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Arason læknir kallar eftir því að stemmt verði stigu við rafskútuslysum sem hann segir að séu líklega um 1.000 á ári. „1000 Íslendingar faraldri að bráð,“ er yfirskrift pistils sem Vilhjálmur birtir um rafskútuslys á FB-síðu sinni.

Vilhjálmur segir að ekki sé óalgengt allt að fimm einstaklingar leiti til Bráðmóttöku Landspítalans á hverri átta tíma vakt. Slysin séu vissulega misalvarleg en sumir áverkarnir mjög alvarlegir, til dæmis beinbrot, og einhverjir jafnvel lífshættulegir. Síðan segir Vilhjálmur í pistli sínum:

„Það þarf síðan auðvitað ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á slysahættunni sem felst í miklum hraða, allt að 40 -50 km/klst á göngustígum borgarinnar. Margir algörlega óvarðir hvað hlífðarbúnað varðar og oft hjálmlausir.“

Vilhjálmur bendir á að jafnvel minniháttar slys geti haft langtímafleiðingar og leitt til örorku. Hann kallar eftir takmörkunum á umferð þessara tækja:

„Rafskútuleigur sem auglýsa grimmt þessa daganna láta eins um samgöngubyltingu sé að ræða, lýðheilsunnar vegna. Jafnvel minniháttar slys getur hins vegar haft alvarlegar langtímaafleiðingar og hindrað hreyfifærni til langs tíma. Ótalin eru þá hundruð alvarlegra slysa sem jafnvel valda varanlegri örorku og lýti, oft með miklum kostnaði fyrir einstaklinga og aðstandendur. Tap samfélagsins alls er líka mikið í sjúkra-, lyfjakostnaði og vinnutapi.

Stemma má stigu við þessum rafskútuslysum með a.m.k. einhverjum skorðum á útleigu rafskutla. Einkum á kvöldin og nóttunni eins og gert er sumstaðar erlendis og ætla má að ökufærni margra sé skert vegna áfengis eða vímuefnanotkunar. Sumir vilja þanning jafnvel spara sér leigubílaakstur. Hvað eigendur rafskúta gera með sín eigin tæki er auðvitað annað mál og fræðsla og vitundarvakning um slysahættu sennilega vænlegasta vörnin.“

Vilhjálmur vill að við förum að skoða þessi mál upp á nýtt og hann segir dapurlegt að upplifa nýja tegund af slysum sem áður voru nánast óþekkt. Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum