fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Fólk keppist við að selja þjóðhátíðarmiðana sína

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 15:45

Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í Verslunarmannahelgina og útihátíðirnar sem þá eiga að fara fram. Sú stærsta er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar í kringum 15.000 manns heimsækja Vestmannaeyjar á ári hverju.

Tala smitaðra hefur verið á uppleið seinustu daga og hafa tæplega 100 greinst smitaðir seinustu tvo daga. Þessi mikla aukning hefur vakið landsmönnum mikinn óhug og margir óttast að Þórólfur taki í gikkinn og setji á samkomubann að nýju.

Til eru þónokkrir Facebook-hópar tileinkaðir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en þessa dagana keppist fólk við að selja miða sína á hátíðina. Margir sem greinilega treysta sér ekki til að fara eða hafa ekki trú á því að hátíðin verði haldin.

Síðastliðinn sólarhring hefur færslum rignt inn í þessa hópa en einhverjir bjóða miðana sína á afslætti en flestir vilja fá það sama og þeir borguðu fyrir þá. Það er hefð fyrir því að þegar styttast fer í hátíðina fara margir að óska eftir miða til að komast í bátinn en bátsferðir til Vestmannaeyja eru oftast uppseldar á þessum tímapunkti.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist en Þórólfur hefur sagt að fylgjast verði með álagi á heilbrigðiskerfinu. Í augnablikinu liggur aðeins einn inni á sjúkrahúsi með Covid-19. Sá aðili er á sjötugsaldri og er fullbólusettur.

Sjá einnig: Byrjað að blása útihátíðir af – Flúðir fyrstar að fjúka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“