Líftryggingafélagið og Vátryggingafélagið efuðust um frásögn konunnar, og sögðu sönnunargögnin í málinu ekki vera fullnægjandi. Í dag sýknaði héraðsdómur félögin tvö, vegna þess að engar fullnægjandi sannanir séu til staðar um andlát feðginanna
Áður hefur verið fjallað um mál konunnar í DV, en lesa má frekar um það hér.
Saga konunnar er á þann veg að mannskætt sjóslyss hafi átt sér stað í Víetnam þann 2. október 2010. Fjölskyldan var þá á ferðalagi og stödd á báti við strendur Hoang Chau, við borgina Hai Phong. Mikið hvassviðri olli því að bátnum hvolfdi og drukknuðu maðurinn og tvö börn hans.
Konan krafðist greiðslu dánarbóta úr þremur mismunandi tryggingum. Þær tryggingar eru líftryggingarbætur, dánarbætur úr fjölskyldutryggingu og dánarbætur úr Farkorti.
Líkt og áður segir gekk mál félaganna tveggja út á að atburðirnir í Víetnam hafi ekki átt sér stað, og bentu þau á að sönnunarbyrðin væri konunnar.
Fyrir dómi voru dánarvottorð fjölskyldumeðlimanna, en lögreglurannsókn leiddi í ljós að þau væru fölsuð: Interpol í Víetnam staðfesti það, auk þess sem víetnamska ríkið fullyrti að þau væru ekki undirrituð af útgefanda vottorðanna.
Þar að auki virtust engin gögn benda til þess að læknir hafi skoðað meint lík fólksins, eða komið nálægt niðurstöðu um andlát og dánarorsök fjölskyldumeðlimanna. Enn yfirleitt þarf að sanna andlát með læknisvottorði.
Niðurstaða lögreglurannsóknarinnar var því sú að engar sannanir eða trúverðugar skýringar væru til er vörðuðu andlát mannsins og dætra hans. Þar af leiðandi voru Vátryggingafélag Íslands og Líftryggingafélag Íslands sýknuð af öllum kröfum.