fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Harmsaga landsliðsmarkvarðarins heldur áfram – Sakfelldur fyrir að keyra undir áhrifum amfetamíns og fleiri brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júlí 2021 15:00

Samsett mynd. Mynd af Ólafi Gottskálkssyni er frá árinu 2003.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi markvörður Keflavíkur, KR og landsliðsins í knattspyrnu, var í gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem framin voru annars vegar seint á síðasta ári og hins vegar í mars á þessu ári. Í báðum tilvikum er Ólafi gefið að sök að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns í það miklu magni að hann var ófær um að stjórna bíl sínum.

Ólafur var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stolið vörum úr verslun BYKO í Reykjanesbæ að verðmæti tæplega 30 þúsund krónur. Þetta brot framdi hann í lok nóvember í fyrra.

Ólafur á langan brotaferil að baki og hefur lengi strítt við fíkniefnavanda. Hann gat sér frægð sem frábær markvörður á sínum tíma en mjög seig á ógæfuhliðina eftir að íþróttaferlinum lauk. Hann hefur margsinnis talað hreinskilnislega um vandamál sín í fjölmiðlum. Árið 2016 leitaði hann sér hjálpar eftir að hafa ekið undir áhrifum með fimm ára son sinn. Greindi hann frá því í viðtali á Bylgjunni, sem DV endurritaði. Þar segir:

„Það sem gerist er að konan mín vinnur vaktavinnu og kemur heim á sunnudagskvöldi, þreytt eftir þriggja daga vinnu. Hún segir að ég þurfi að sjá um að koma syni okkar á leikskóla daginn eftir. Þennan morgun fer ég eitthvað að útrétta og sækja vörur og svona,“ sagði Ólafur en þegar hann kom heim til sín, um klukkan 10.30, voru börnin að leika sér og sonur Ólafs ekki enn farinn á leikskólann.

„Þá spyr hún hvort X (sonur Ólafs – innsk. blm.) sé ekki enn farinn í leikskólann. Ég segist vera að fara með hann en hún segir mér að gera það ekki,“ segir Ólafur en leikskólinn er í göngufæri frá heimilinu. „Ég tek drenginn með mér út í bíl og á leiðinni sér lögreglan mig. Hún var þá búin að fá tilkynningu um að ég gæti verið undir áhrifum. Þeir fylgdust með mér og ég var beðinn um að stöðva. Ég tók þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag.“

Ólafur sagði einnig að hann hefði ekki ekið með börnin sín undir áhrifum áður. Það endaði síðan með því að lögreglan ók utan í bíl hans til að stöðva för hans í íbúðarhverfi en taldi lögreglan að hætta væri á ferðum.

„Ég vildi bara komast heim og þeir handtóku mig fyrir utan heimilið mitt,“ sagði Ólafur sem var handtekinn fyrir framan fimm ára son sinn. Ólafur bætti við að hann hefði ákveðið að leita sér strax hjálpar. Hann hafði samband við SÁÁ og óskaði eftir plássi á Vogi. Þangað fór hann svo þann 4. ágúst.“

Snemma á þessu ári mætti Ólafur í einlægt viðtal við Loga Bergmann í þætti hans Með Loga í Sjónvarpi símans. „Ég veit að ef ég hefði ekki farið þessa leið, að nota fíkni­efni, þá hefði ég senni­lega orðið í topp 5, topp 10 af mark­mönn­um í heim­in­um,“ sagði Ólafur þar.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna sektar í ríkissjóð.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri