fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Segja allar frásagnir frá staðfestum sendendum – „Það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 4. júlí 2021 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar DV sem birtist í gærkvöldi þar sem greint var frá færslum á Twitter þar sem aðili á gerviaðgang hélt því fram að frásagnir sem aðgerðarhópurinn hefur birt um meint kynferðisofbeldi frægs tónlistarmanns væru að hluta uppspuni.

Sjá einnig: Reynslusögur gegn Ingó Veðurguð dregnar í efa – „Þetta sannar að þú gleypir við öllu og dreifir lygum“

Aðgerðarhópurinn hafnar þeim ásökunum og gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflutninginn. Allar frásagnirnar komi frá raunverulegum einstaklingum og hafi það verið staðfest áður en sögurnar voru birtar.

Hópurinn tjáir sig ekki um það að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, og fjölmiðlar hafi tengt sögurnar við Ingó. Hann sé aldrei nefndur á nafn í frásögnunum og hópurinn mun ekki staðfesta um hvern sé rætt.

„Það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál. Við höfum hvergi gefið upp um hvern ræðir og munum ekki staðfesta það hver meintur gerandi sé. Við tölum um einn mann og fjölda frásagna sem okkur hafa borist.“

Ingólfur ræddi við Vísi í gær þar sem hann sagðist ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna.

Hér er yfirlýsingin í heild sinni: 

„Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Hver einasta frásögn hefur verið staðfest með því að bera saman sendanda við Íslendingabók, engin frásögn sem birt hefur verið hefur komið frá sendanda sem ekki er hægt að staðfesta. Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur og auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama mann sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð úr frásögnunum til að ekki sé hægt að tengja þær við ákveðin meintan geranda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum.

Stór hluti meintra þolenda var undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað. Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sína sögur án þess að almenningur heimti nafngreining á meintum geranda, meintum þolanda og að hann sé ákærður og dreginn fyrir dóm.

Með þessum frásögnum erum við að benda á kerfisbundið vandamál í samfélaginu og þeim veruleika sem konur búa við.

Nauðgunarmenning og kynbundið ofbeldi eru samfélagsleg vandamál og hefur dómskerfið algjörlega brugðist þolendum

Viðbrögð samfélagsins á internetinu undirstrika það vel hvers vegna þolendur ofbeldis segja ekki frá fyrr en löngu eftir að brot hefur átt sér stað og fara ekki dómsleiðina. Frásagnir þolenda eru ákall á breytingar. Dómskerfið eitt og sér mun ekki laga vandamálin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að nauðgunarmenningu. Þar berum við öll sem samfélag ábyrgð.

Fréttaflutningur DV var til þess gerður að draga úr trúverðugleika þolenda. Blaðamaður DV býr til frétt út frá tvíti á Twitter þar sem einstaklingur segist hafa sent upplognar frásagnir undir nafnlausum aðgöngum. Það stenst ekki þar sem við höfum, eins og áður segir, staðfest alla sendendur. DV hefur samband við eina okkar án þess að bera undir hana hvernig fréttinni verður háttað og reynir síðan að henda henni fyrir lestina með því að skella upp týpískri click-bait frétt. Allt er þetta gert á kostnað okkar og meintra þolenda. Auk þess er búið að eyða aðganginum á Twitter sem hélt þessu fram og því ekki hægt að hafa samband við viðkomandi til að fá viðbrögð.

Það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál. Við höfum hvergi gefið upp um hvern ræðir og munum ekki staðfesta það hver meintur gerandi sé. Við tölum um einn mann og fjölda frásagna sem okkur hafa borist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur